Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 13:34 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira