Tryggja selt til Þýskalands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2024 09:57 Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, Bernd Knof, formaður stjórnar, og Baldvin Samúelsson, stjórnarmaður hjá Tryggja og Leading Brokers United á Íslandi. Tryggja ehf., sem er elsta vátryggingamiðlunin á Íslandi, hefur verið selt til samevrópsku tryggingasamstæðunnar GGW Group í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggja sem verður með sölunni samstarfsfyrirtæki Leading Brokers United. Undir þeim hatti eru vátryggingarmiðlanir GGW Group sameinaðar. „Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg. Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
„Með innlimun Tryggja í samstæðuna er GGW Group að víkka enn frekar út starfsemi sína í Evrópu og er að fara inn á mjög spennandi vátryggingamarkað að mati forsvarsmanna GGW Group. Við það að ganga til liðs við GGW Group skapast ótal tækifæri fyrir Tryggja til að tengjast fjölbreyttum hópi vátryggingamiðlara og MGA-miðlara hjá GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, einkum og sér í lagi með tilliti til atvinnugreina og sérsviða. Með því að vera „coverholder“ hjá Lloyd’s mun Tryggja jafnframt efla ásýnd GGW-samstæðunnar á markaðnum og auka aðdráttarafl hennar gagnvart innlendum og alþjóðlegum vátryggjendum,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið á Tryggja er ekki gefið upp í tilkynningu. „Við hlökkum mikið til að vinna með kollegum okkar hjá GGW Group og þeirra samstarfsfyrirtækjum. Með þeirra sérsniðna vöruframboði og rótgrónum viðskiptasamböndum við atvinnulíf og einkaaðila jafnt sem vátryggjendur, mun Tryggja án efa leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni GGW Group,“ segir Baldvin Samúelsson, starfandi stjórnarformaður Tryggja. Smári Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Tryggja, bætir við: „Sem rótgróið fyrirtæki á íslenska markaðnum með frábær viðskiptasambönd yfir landamæri, erum við spennt fyrir samrunanum við GGW Group, einn farsælasta og örast vaxandi vátryggingamiðlara í Evrópu.“ Dr. Tobias Warweg, stofnandi og forstjóri GGW Group, er einnig ánægður með viðskiptin. „Baldvin og Smári, með sinni snerpu, framsýnum hugmyndum og kraftmiklu teymi, falla fullkomlega að okkar framtíðarsýn um að gera GGW Group leiðandi á markaðnum í Evrópu,“ segir hann. Tryggja var stofnað árið 1995 og býður fram þjónustu sína sem Lloyd’s coverholder. Hjá fyrirtækinu starfa um 20 manns sem þjónusta fjölbreyttan hóp viðskiptavina úr atvinnulífi og stjórnsýslu. GGW Group eru samtök eigendastýrðra vátryggingamiðlara sem sameinast undir yfirheitinu Leading Brokers United, og MGA-miðlara sem sameinast undir vörumerkinu Wecoy Underwriting. Frá stofnun þess árið 2020 í Þýskalandi hafa meira en 60 samstarfsfyrirtæki gengið til liðs við GGW Group í Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum. Rúmlega 1.800 manns starfa nú hjá samstæðunni sem er meðal leiðandi aðila í greininni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hamborg.
Tryggingar Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira