Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 07:03 Caitlin Clark og Sir Charles Barkley. Hann hrósar henni og skilur ekki í allri neikvæðninni. Getty/Sam Hodde/Mitchell Layton NBA goðsögnin Sir Charles Barkley er allt annað en hrifinn af meðferðinni á nýliðanum Caitlin Clark í umfjöllun kvenna um WNBA deildina í Bandaríkjunum. Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) WNBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira
Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
WNBA Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ Sjá meira