Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 07:03 Caitlin Clark og Sir Charles Barkley. Hann hrósar henni og skilur ekki í allri neikvæðninni. Getty/Sam Hodde/Mitchell Layton NBA goðsögnin Sir Charles Barkley er allt annað en hrifinn af meðferðinni á nýliðanum Caitlin Clark í umfjöllun kvenna um WNBA deildina í Bandaríkjunum. Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) WNBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
WNBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum