Málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 13:22 Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Getty Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu. Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi. Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðaði hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna eftir ríkisstjórnarfund í gær, búast megi við tillögum aðgerðarhóps á næstu dögum. Tilefnið eru aukin alvarleg ofbeldisbrot þar sem hnífum er beitt. Síðustu daga hefur verið ákall víða um samfélagið um að það þurfi að taka fastar á vandanum. Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna segjast koma með vopn í skólann, samkvæmt nýrri rannsókn. Eitt prósent þeirra segist gera það til að vopnast eða verjast. Þá kom fram á Vísi í gær að notast verður við málmleitartæki við öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík á morgun. Rektor skólans sagði það gert til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Fyrirtækið Go öryggi sér um öryggi á ballinu. Forsvarsmaður þess segir að fyrirtækið hafi séð um öryggi á öllum framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár. Áhersla sé lögð á að nemendum líði vel. Í ljósi nýlegrar þróunar hafi verið ákveðið að nota málmleitartæki á slíkum böllum. Hann segir óalgengt að vopn finnist en eitt skipti sé of oft. Fjölskyldu-og tónlistarhátíð blásin af Skipuleggjendur fjölskyldu- og tónlistarhátíðarinnar Stíflunnar sem átti að fara fram í þriðja sinni í Árbæ um á laugardag hafa svo ákveðið að blása hátíðina af. Kristján Sturla Bjarnason formaður Tónhyls og skipuleggjandi segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir samtal við lögreglu. „Við vorum aðeins búin að vera að ræða þetta og svo áttum við gott samtal við lögregluna og við mátum þetta þannig að það væri kannski hyggilegast að fresta þessu aðeins. Það eru margir aðrir stórir viðburðir um helgina. Þetta var meira bara samtal við lögregluna og fleiri aðila að það væri mikið álag á kerfinu,“ segir Kristján sem bætir við að unga fólkið í hverfinu hafi tekið tíðindunum af skilningi.
Ofbeldi gegn börnum Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Framhaldsskólar Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira