Stærsta aðgerð gegn ISIS í Írak í nokkur ár Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 14:24 Bandarískir hermenn hafa verið í Írak allt frá innrásinni 2003. Nú eru þeir um 2.500 talsins og fara fram viðræður um veru þeirra þar. Getty/Yunus Keles Bandarískir og írakskir sérsveitarmenn gerðu í síðustu viku áhlaup á nokkra staði í vesturhluta Íraks og felldu þeir minnst fjórtán vígamenn Íslamska ríkisins. Aðgerðin er sögð sú umfangsmesta gegn ISIS í Írak um nokkurra ára skeið en hún var framkvæmd á sama tíma og yfirvöld Bandaríkjanna og Íraks ræða það hvernig binda eigi enda á viðveru bandarískra hermanna í Írak eða draga verulega úr henni. Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir. Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Í heildina komu rúmlega tvö hundruð hermenn frá báðum ríkjum að aðgerðunum og var markmiðið að grafa undan getu ISIS-liða til að gera árásir í Írak og víðar auk þess sem reynt var að góma háttsettan leiðtoga samtakanna sem talinn er vera á svæðinu. Sá er sagður stýra aðgerðum ISIS í Mið-Austurlöndum og Evrópu. Sjö bandarískir hermenn særðust, samkvæmt frétt New York Times, en heimildarmenn miðilsins vildu ekki nafngreina áðurnefndan leiðtoga sem reynt var að góma á meðan verið er að greina lífsýni úr þeim vígamönnum sem felldir voru. Í dag eru um 2.500 hermenn í Írak og um 900 í Sýrlandi, þar sem þeir starfa náið með sýrlenskum Kúrdum í SDF. Þann 1. september gómuðu Bandaríkjamenn og SDF háttsettan leiðtoga ISIS sem hafði nokkrum dögum áður hjálpað erlendum ISIS-liðum að sleppa úr fangelsi í Raqqa. Árásum ISIS-liða hefur fjölgað að undanförnu og á það bæði við í Írak og í Sýrlandi en þeim hefur fjölgað sérstaklega mikið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn sögðu nýverið að haldi þróunin áfram út þetta ár, sé útlit fyrir að fjöldi árása ISIS-liða verði tvöfalt fleiri á þessu ári en þær voru í fyrra. Í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu kom fram að eitt af helstu markmiðum leiðtoga ISIS væri að frelsa vígamenn samtakanna og hjálpa þannig við upprisu ISIS. Um níu þúsund erlendir vígamenn ISIS eru enn í haldi SDF en Bandaríkjamenn áætla að um 2.500 vígamenn séu enn virkir í Írak og Sýrlandi. CENTCOM Forces Partner with Syrian Democratic Forces to Capture ISIS Leader and Assist in Operation to Recapture Escaped ISIS FightersU.S. Central Command (CENTCOM) forces, partnered with Syrian Democratic Forces (SDF), captured an ISIS leader, who was assessed as helping ISIS… pic.twitter.com/Pdd2MzXI9Q— U.S. Central Command (@CENTCOM) September 2, 2024 NYT hefur eftir sérfræðingi að yfirvöldum í Írak hafi tekist nokkuð vel á undanförnum árum að halda aftur af ISIS-liðum en það sama eigi ekki við í Sýrlandi. Ráðamenn í Írak telja ISIS ekki lengur hafa getu til að ógna ríkinu. Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með æðsta yfirmanni herafla Bandaríkjanna í landinu um helgina að um væri að ræða smáa og einangraða hópa sem væru í felum á strjálbýlum svæðum. Sudani er undir miklum þrýstingi frá bandamönnum sínum í Íran vopnuðum sveitum innan Írak sem tengjast Íran um að draga úr viðveru Bandaríkjamanna í ríkinu. Þessir hópar hafa tekið þátt í árásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Viðræður um veru bandarískra hermanna í Írak standa nú yfir.
Írak Bandaríkin Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Sýrland Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira