Sjálfbærniásinn: ÍE standi sig best og Samherji langverst Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 10:17 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir Almenningur telur Íslenska erfðagreiningu standa sig best í sjálfbærnimálum en Samherja langverst. Þetta eru niðurstöður Sjálfbærniássins 2024, rannsóknar sem framkvæmd var af Prósenti í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. Hvati til að leggja áherslu á sjálfbærni Í fréttatilkynningu segir að markmið Sjálbærniássins séu: Að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Að hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni. Að hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni. Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál. Á fimmta tug fyrirtækja mæld Í tilkynningu segir að könnunin samanstandi af sex spurningum sem kanni viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúi meðal annars að því hvort fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort þau leitist við að lágmarka sóun. Í ár hafi 47 fyrirtæki verið mæld, sem starfa á fjórtán mismunandi mörkuðum. Á meðal þeirra markaða sem voru mældir séu fjarskipti, bankar, tryggingar, orkufyrirtæki og matvöruverslanir. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá á myndunum hér að neðan: Öll fyrirtæki Markaðir Öll fyrirtæki eftir mörkuðum Viðmið Sjálfbærni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta eru niðurstöður Sjálfbærniássins 2024, rannsóknar sem framkvæmd var af Prósenti í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Langbrók og stjórnunarfélagið Stjórnvísi. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri. Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. Hvati til að leggja áherslu á sjálfbærni Í fréttatilkynningu segir að markmið Sjálbærniássins séu: Að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Að hvetja íslensk fyrirtæki til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni. Að hjálpa fyrirtækjum að skilja mikilvægi þess að upplýsa almenning um að stefnu sína og verkefni sem snúa að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni. Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál. Á fimmta tug fyrirtækja mæld Í tilkynningu segir að könnunin samanstandi af sex spurningum sem kanni viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúi meðal annars að því hvort fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort þau leitist við að lágmarka sóun. Í ár hafi 47 fyrirtæki verið mæld, sem starfa á fjórtán mismunandi mörkuðum. Á meðal þeirra markaða sem voru mældir séu fjarskipti, bankar, tryggingar, orkufyrirtæki og matvöruverslanir. Helstu niðurstöður könnunarinnar má sjá á myndunum hér að neðan: Öll fyrirtæki Markaðir Öll fyrirtæki eftir mörkuðum Viðmið
Sjálfbærni Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira