Útreikningur FÍB standist enga skoðun Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. september 2024 23:15 Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur segir útreikning FÍB ekki ganga upp. Verst sé að hann hafi náð svona miklu flugi. Vísir/Vilhelm/aðsent Færsla á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda þar sem flutningsgeta strætisvagns er borin saman við flutningsgetu einkabíla hefur vakið mikil viðbrögð. Reiknifræðingur segir útreikningana ekki standast skoðun sama hvernig á þá er litið. „Einfalt reikningsdæmi sýnir að einkabíllinn hefur vinninginn yfir strætisvagninn,“ sagði í færslu sem birtist á vef FÍB í dag. Ástæðan sé að á sama tíma og fullur strætisvagn ferðist um tveggja akreina götu með fimmtíu farþega á einni mínútu geti 450 bílar farið sömu leið á sama tíma. Eftir að færslan fór á flug á samfélagsmiðlum var talan leiðrétt í færslunni í 150 bíla. En hvort sem það eru 150 eða 450 einkabílar gengur reikningsdæmið hins vegar ekki upp. Reiknifræðingurinn Erlendur S. Þorsteinsson er einn þeirra sem hefur furðað sig á útreikningunum. Óskiljanlegur útreikningur „Ég horfði á þetta og ég skildi ekki alveg hvað var verið að reyna að gera þarna,“ segir Erlendur inntur eftir viðbrögðum við færslunni. „FÍB virðist vera að hugsa þetta þannig að þú sitjir einhvers staðar og horfir á bílana fara fram hjá. Það er miklu eðlilegra að horfa ofan á flötinn, ímynda sér ákveðinn reit að ákveðinni stærð og velta fyrir sér hvað þú getur pakkað mörgum bílum í reitinn. Svo fylgistu með þessum reit flytjast með umferðinni og þá ertu alltaf að horfa á sömu bílana,“ segir Erlendur „Hvað geturðu pakkað mörgum bílum af mismunandi stærð inn í svæðið?“ spyr Erlendur og það snúist alltaf um hvað strætisvagn sé stór miðað við einkabílinn, með bili séu það tveir til þrír bílar per strætisvagn. „Ef þú horfir praktískt á umferðina á háannatíma á morgnana þá er gjarnan bara einn í bíl. Ef þú tekur Strætó á sama tíma þá færðu ekki sæti,“ segir hann. Hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar? Fyndnast segir Erlendur vera að meira að segja í skökkum útreikningum FÍB þá hafi strætó vinninginn fram yfir einkabílinn. „Þeir sögðu að til þess að Strætó væri jafngildur einkabílnum þyrfti níu strætisvagna. Ef maður tekur það trúanlegt þá þarftu 450 bíla í stað níu strætisvagna. Þá er spurningin hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar?“ „Þeir lækkuðu töluna síðan niður í 150 þegar þeir föttuðu að þeir höfðu spurt gervigreindina að einhverri vitleysu,“ segir hann. „Stenst enga skoðun“ Það sem sé þó sérstaklega pirrandi, að sögn Erlends, sé að jafnrangur útreikningur og þessi skuli vera tekinn upp af FÍB og rata þaðan án gagnrýni í fjölmiðla. „Einhver spurði Copilot-gervigreindina spurningar og gaf vitlaust prompt og fékk þar af leiðandi vitlausa niðurstöðu. Það varð að ummælum á Borgarlínu-umræðuhópnum á Facebook. Það var sett gagnrýnislaust á vef FÍB og síðan tekið gagnrýnislaust upp í frétt á mbl,“ segir Erlendur um ferðalag reikningsdæmisins. „Þetta er einhver svona disinformation-póstur sem fer á óvænt flug og endar alla leið í Morgunblaðinu. En þetta stenst enga skoðun,“ segir hann. Spurning um að massaflytja fólk tvisvar á dag Erlendur segir augljóst að fólk sé ekki sammála um hvernig eigi að leysa umferðina. Fólk í úthverfum verði að gera sér grein fyrir fórnarkostnaðinum við að búa þar. Allt hafi verið byggt upp með bíla í huga og Borgarlínan virðist ein geta bætt úr því. „Sumir hafa góða ástæðu til að búa í úthverfunum. Konan mín vildi garð og þess vegna búum við í úthverfum, segir Erlendur. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar við fluttum úr miðbænum í úthverfi Kópavogs hvað það myndi kosta okkur.“ Deilurnar um hvað eigi að gera eru að mati Erlendar ævintýralegar. „Umferðin er bara vandamál tvisvar á dag, á morgnana og síðdegis, þegar allir fara á sama tíma í og úr vinnu og skóla. Þannig þetta er bara spurning um að massaflytja fólk og hvernig ætlum við að gera það?“ „Það eru engar betri hugmyndir en Borgarlína, meira að segja Sjálfstæðismenn í sveitarfélögum í kringum Reykjavík hafa sagt það,“ segir hann. Strætó Bílar Umferð Samgöngur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
„Einfalt reikningsdæmi sýnir að einkabíllinn hefur vinninginn yfir strætisvagninn,“ sagði í færslu sem birtist á vef FÍB í dag. Ástæðan sé að á sama tíma og fullur strætisvagn ferðist um tveggja akreina götu með fimmtíu farþega á einni mínútu geti 450 bílar farið sömu leið á sama tíma. Eftir að færslan fór á flug á samfélagsmiðlum var talan leiðrétt í færslunni í 150 bíla. En hvort sem það eru 150 eða 450 einkabílar gengur reikningsdæmið hins vegar ekki upp. Reiknifræðingurinn Erlendur S. Þorsteinsson er einn þeirra sem hefur furðað sig á útreikningunum. Óskiljanlegur útreikningur „Ég horfði á þetta og ég skildi ekki alveg hvað var verið að reyna að gera þarna,“ segir Erlendur inntur eftir viðbrögðum við færslunni. „FÍB virðist vera að hugsa þetta þannig að þú sitjir einhvers staðar og horfir á bílana fara fram hjá. Það er miklu eðlilegra að horfa ofan á flötinn, ímynda sér ákveðinn reit að ákveðinni stærð og velta fyrir sér hvað þú getur pakkað mörgum bílum í reitinn. Svo fylgistu með þessum reit flytjast með umferðinni og þá ertu alltaf að horfa á sömu bílana,“ segir Erlendur „Hvað geturðu pakkað mörgum bílum af mismunandi stærð inn í svæðið?“ spyr Erlendur og það snúist alltaf um hvað strætisvagn sé stór miðað við einkabílinn, með bili séu það tveir til þrír bílar per strætisvagn. „Ef þú horfir praktískt á umferðina á háannatíma á morgnana þá er gjarnan bara einn í bíl. Ef þú tekur Strætó á sama tíma þá færðu ekki sæti,“ segir hann. Hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar? Fyndnast segir Erlendur vera að meira að segja í skökkum útreikningum FÍB þá hafi strætó vinninginn fram yfir einkabílinn. „Þeir sögðu að til þess að Strætó væri jafngildur einkabílnum þyrfti níu strætisvagna. Ef maður tekur það trúanlegt þá þarftu 450 bíla í stað níu strætisvagna. Þá er spurningin hvort tekur minna pláss, níu strætisvagnar eða 450 bílar?“ „Þeir lækkuðu töluna síðan niður í 150 þegar þeir föttuðu að þeir höfðu spurt gervigreindina að einhverri vitleysu,“ segir hann. „Stenst enga skoðun“ Það sem sé þó sérstaklega pirrandi, að sögn Erlends, sé að jafnrangur útreikningur og þessi skuli vera tekinn upp af FÍB og rata þaðan án gagnrýni í fjölmiðla. „Einhver spurði Copilot-gervigreindina spurningar og gaf vitlaust prompt og fékk þar af leiðandi vitlausa niðurstöðu. Það varð að ummælum á Borgarlínu-umræðuhópnum á Facebook. Það var sett gagnrýnislaust á vef FÍB og síðan tekið gagnrýnislaust upp í frétt á mbl,“ segir Erlendur um ferðalag reikningsdæmisins. „Þetta er einhver svona disinformation-póstur sem fer á óvænt flug og endar alla leið í Morgunblaðinu. En þetta stenst enga skoðun,“ segir hann. Spurning um að massaflytja fólk tvisvar á dag Erlendur segir augljóst að fólk sé ekki sammála um hvernig eigi að leysa umferðina. Fólk í úthverfum verði að gera sér grein fyrir fórnarkostnaðinum við að búa þar. Allt hafi verið byggt upp með bíla í huga og Borgarlínan virðist ein geta bætt úr því. „Sumir hafa góða ástæðu til að búa í úthverfunum. Konan mín vildi garð og þess vegna búum við í úthverfum, segir Erlendur. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því þegar við fluttum úr miðbænum í úthverfi Kópavogs hvað það myndi kosta okkur.“ Deilurnar um hvað eigi að gera eru að mati Erlendar ævintýralegar. „Umferðin er bara vandamál tvisvar á dag, á morgnana og síðdegis, þegar allir fara á sama tíma í og úr vinnu og skóla. Þannig þetta er bara spurning um að massaflytja fólk og hvernig ætlum við að gera það?“ „Það eru engar betri hugmyndir en Borgarlína, meira að segja Sjálfstæðismenn í sveitarfélögum í kringum Reykjavík hafa sagt það,“ segir hann.
Strætó Bílar Umferð Samgöngur Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira