Fjórar myndir af Íslandi Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. september 2024 18:31 Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Efnahagsmál Píratar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun