Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Umtalsvert magn ólöglegra fíkniefna er haldlagt á landamærum Íslands á ári hverju. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira