Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Tollayfirvöld hafa haldlagt tugi milljóna í reiðufé á landamærunum fyrstu átta mánuði þessa árs. Getty/Vísir Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins. Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins.
Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira