Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Tollayfirvöld hafa haldlagt tugi milljóna í reiðufé á landamærunum fyrstu átta mánuði þessa árs. Getty/Vísir Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins. Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins.
Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira