Yfir áttatíu milljónir í reiðufé haldlagðar á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Tollayfirvöld hafa haldlagt tugi milljóna í reiðufé á landamærunum fyrstu átta mánuði þessa árs. Getty/Vísir Tollayfirvöld hafa það sem af er þessu ári lagt hald á tæplega 82,5 milljónir í reiðufé á landamærum Íslands. Það er meira fjármagn en haldlagt var á landamærum allt árið í fyrra þegar lagt var hald á rúmar 75 milljónir króna. Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins. Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Alls hefur það sem af er ári verið lagt hald á sem nemur 82.463.056 íslenskum krónum en fjárhæðin miðar við gengi þess gjaldmiðils sem var í gildi á degi haldlagningar. Um er að ræða fjármagn sem haldlagt hefur verið í samtals 38 málum á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Allt árið í fyrra var haldlagt reiðufé sem nemur 75.347.006 íslenskum krónum í 42 málum. Þetta kemur fram í svörum Skattsins við fyrirspurn fréttastofu. Á leið með peningana úr landi í öllum tilfellum Eingöngu var haldlagt reiðufé sem var á leið úr landi, ýmist í fórum fólks á leið frá Keflavíkurflugvelli eða á starfsstöðum tollgæslunnar á Austurlandi. Ætla má að þar sé einna helst um að ræða landamærin við höfnina á Seyðisfirði þaðan sem er skipulögð farþegaumferð milli landa með Norrænu. Hæsta upphæð sem haldlögð hefur verið í einu á tímabilinu 2023 til 2024 á landamærum var 16.157.000 krónur. Ætla má að þar sé um að ræða mál sem tengist stóra fíkniefnamálinu svokallaða sem varðar innflutning á kókaíni sem falið var í pottum sem komu með skemmtiferðaskipi til landsins. Í tengslum við það mál var maður stöðvaður á leið úr landi með rúmar sextán milljónir króna í reiðufé í farangri. Vísir greindi frá því í júlí að sá hafi sagst ekkert kannast við peningana þegar hann var spurður á vettvangi. Við síðari yfirheyrslu hafi hann aftur á móti sagst hafa fengið val, annað hvort borgaði hann fíkniefnaskuld upp á 900 þúsund krónur eða að hann færi með peningana úr landi. Öllum haldlagningarmálum á reiðufé er vísað til lögreglu en gera þarf sérstaka grein fyrir fjármunum í reiðufé sem flutt er til og frá landinu sem nemur tíu þúsund evrum eða meira. Það samsvarar rúmlega 1,53 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sambærilegar reglur gilda í helstu viðskiptalöndum Íslands, en tilgangur reglnanna er að sporna gegn peningaþvætti og er liður í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum fíkniefnaviðskiptum og baráttunni gegn hryðjuverkum og annari ógn að því er fram kemur á heimasíðu Skattsins.
Lögreglumál Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira