Aulahrollur í Undralandi Hjálmar Jónsson skrifar 2. september 2024 11:02 Það er ekki frítt við að ég hafi fyllst aulahrolli þegar ég las svargrein formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við grein minni varðandi alvarlega aðför hans og stjórnar félagsins að félagsréttindum lífeyrisþega í Blaðamannafélaginu. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast. Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt. „Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu. „Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti. Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok.” Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda. Þvert á móti er það meginregla á íslenskum vinnumarkaði, svo mikil meginregla að ég hef ekki fundið nein dæmi um annað. Ég sá ekki betur en að sérfræðingur Alþýðusambands Íslands staðfesti það í frétt Morgunblaðsins á dögunum. Formaðurinn segir í grein sinni að athugun stjórnar félagsins við undirbúning lagabreytingarinnar hafi náð til „hátt í 50 stéttarfélaga”. Það ætti því að vera einfalt fyrir formanninn að nafngreina þessi félög eða birta þessa ítarlegu greinargerð til að færa sönnur á orð sín. Félagar í BÍ hljóta að gera kröfu til þess. Formaðurinn gerir líka mikið úr því að lífeyrisþegar séu stór hópur innan BÍ eða 15% að hans sögn, en þeir séu miklu færri í VR og Eflingu og virðist líta þannig á að það séu rök fyrir því að takmarka réttindi lífeyrisþega BÍ. Að mínu viti eru það þvert á móti rök fyrir því að þeir eigi að hafa áhrif og það sé afar ólýðræðislegt að reyna að svifta stóran hóp innan félagsins réttindum sínum. Auk þess blasir það við að eignir félaga hafa orðið til vegna starfa og aðildar félagsmanna. Auðvitað eiga þeir því að geta haft áhrif á ráðstöfun fjármuna félagsins þó þeir séu sestir í helgan stein, enda er það meginreglan á íslenskum vinnumarkaði. Svo er nauðsynlegt að ítreka og undirstrika að lífeyrisþegar geta aldrei haft nein áhrif á stöðu kjaramála innan verkalýðsfélaga, þar sem þeir eru ekki lengur á vinnumarkaði og hafa ekki atkvæðisrétt á því sviði. Það gildir jafnt um BÍ og önnur stéttarfélög í þessu landi. Ekki skil ég af hverju það er formanninum svo torskilið. Það blasir þannig við að það standa engin rök til þess að svifta þennan hóp félaga í Blaðamannagfélaginu rétti sínum til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins, önnur en þau að hluta þessa hóps finnst formaðurinn óverðugur þess að vera málsvari félagsins. Formaðurinn eigi að taka hagsmuni félagsins fram yfir sína eigin og stíga til hliðar. Það er áhyggjuefni ef aðrir stjórnarmenn í félaginu hafa látið draga sig í þessa vegferð að ráðast gegn þeim hópi félagsmanna sem lengst og best hefur staðið með félaginu og fórnað hluta tekna sinna áratugum saman til að efla það. Hins vegar eru fjármál félagsins sem formaðurinn gerir að umtalsefni, einkum styrktarsjóður. Formaðurinn reynir að réttlæta nauðsyn þess að skerða réttindi þeirra sem höllustum fæti standa í félaginu vegna alvarlegrar stöðu sjóðsins. Styrktarsjóður er mikilvægasti samfélagssjóður félagsins og það er rangt að það hafi stefnt í eitthvert óefni í rekstri hans. Afkoma hans og útgjöld og sundurliðanir á þeim hafa ár hvert verið rædd í stjórn félagsins og á aðalfundum þess. Hann var til dæmis rekinn með hagnaði árið 2021, en með tapi árið 2022.Það var ævinlega einróma stefna félagsins að verkefni sjóðsins væru svo mikilvæg að það réttlæti halla á sjóðnum og fjárveitingar til hans ef á þyrfti að halda. Réttlætingar formannsins á skerðingum réttinda félagsmanna og þeirra sem höllustum fæti standa marka stefnubreytingu hjá félaginu, illu heilli. Stefnubreytingin miðar að því að gera félagssjóði fært að standa undir stórauknum útgjöldum vegna launakostnaðar og tryggja að félagið geti staðið undir launum formanns í fullu starfi. Verkefni formannsins réttlæta það ekki að mínu viti.. Ég sinnti verkefnum formanns meðfram framkvæmdastjórastarfi í 11 ár, án þess að fá greitt fyrir það. Lítum á nokkrar tölulegar staðreyndir í þessum efnum. Heildarlaunakostnaður félagsins nam 36,5 milljónum króna árið 2022.Heildariðgjaldatekjur félagssjóðs námu á sama tíma 42 milljónum króna. Ef Blaðamannafélagið hyggst vera með þrjá starfsmenn í fullu starfi kostar það félagið varlega áætlað 50 milljónir króna á ári. Það er talsvert umfram heildar iðgjaldatekjurnar og étur upp þann hagnað á félagssjóði sem staðið hefur undir réttindum styrktarsjóðs. Þá eru öll önnur útgjöld af rekstri stéttarfélags ótalin. Svo get ég ekki annað en lýst yfir furðu á þeirri orðræðu að styrkir til lífeyrisþega hafi verið veittir þeim í heimildarleysi í yfir 20 ár eða allt frá því að styrktarsjóðurinn tók til starfa. Það er heil fundargerðarbók sem afsannar það og sömuleiðis umræður á stjórnarfundum og aðalfundum félagsins í gegnum tíðina. Formaðurinn veit líka jafnvel og ég að málefni lífeyrisþega og styrkir til þeirra voru ítrekað til umræðu í stjórn félagsins í þau tæp þrjú ár sem við sátum þar saman. Ég skil heldur ekki að stjórn styrktarsjóðs sætti sig við það að liggja undir ámæli af hendi formannsins með þessum hætti. Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag. Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki! Höfundur er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Fjölmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er ekki frítt við að ég hafi fyllst aulahrolli þegar ég las svargrein formanns Blaðamannafélags Íslands (BÍ) við grein minni varðandi alvarlega aðför hans og stjórnar félagsins að félagsréttindum lífeyrisþega í Blaðamannafélaginu. Þá á svo gott sem að reka úr félaginu með því að svifta þá atkvæðisrétti um fjármál og forystu félagsins, samkvæmt tilögu að lagabreytingu á framhaldsaðalfundi félagsins. Það er einsdæmi meðal stéttarfélaga í þessu landi. Það er til að æra óstöðugan að elta ólar við allar þær rangfærslur sem þar eru á borð bornar, en nauðsynlegt að ítreka nokkur meginatriði, svo fólk haldi ekki að boðskapurinn úr Undralandi eigi við rök að styðjast. Jafnframt verð ég að óska eftir birtingu þessarar greinar á almennum vettvangi og vona að hún nái athygli þeirra sem málið varðar, því í pútíniskum heimi formannsins hef ég ekki málfrelsi og tillögurétt. „Þeir félagsmenn, sem hætta störfum sökum aldurs (67 ára eða eldri) eru undanþegnir gjaldskyldu.” Grein 5.6 í félagslögum Grafíu (Félags bókagerðarmanna). Lífeyrisþegar eru sum sé fullgildir félagar án þess að greiða gjöld, eins og verið hefur í Blaðamannafélaginu. „Eldra félagsfólk sem fær greiddan ellilífeyri og hefur verið í félaginu í a.m.k. 5 ár samfellt fyrir töku eftirlauna telst áfram félagsfólk í VR en nýtur ekki kjörgengis.” Grein 3 í félagslögum VR. Eina takmörkunin er framboð til stjórnar og stjórnar sjóða VR, en lífeyrisþegar njóta félagsréttinda að öðru leyti. Og grein 9c hjá Eflingu: „Félagsmenn 67 ára og eldri sem hættir eru störfum halda félagsréttindum þó þeir greiði ekki félagsgjöld enda hafi þeir verið fullgildir félagsmenn við starfslok.” Hér er þetta svart á hvítu, meðal annars hjá tveimur stærstu stéttarfélögum landsins sem ná til til meira en helmings almenna vinnumarkaðarins. Það eru því hrein og klár ósannindi í grein formannsins að í örfáum tilfellum njóti lífeyrisþegar í stéttarfélögum fullra félagsréttinda. Þvert á móti er það meginregla á íslenskum vinnumarkaði, svo mikil meginregla að ég hef ekki fundið nein dæmi um annað. Ég sá ekki betur en að sérfræðingur Alþýðusambands Íslands staðfesti það í frétt Morgunblaðsins á dögunum. Formaðurinn segir í grein sinni að athugun stjórnar félagsins við undirbúning lagabreytingarinnar hafi náð til „hátt í 50 stéttarfélaga”. Það ætti því að vera einfalt fyrir formanninn að nafngreina þessi félög eða birta þessa ítarlegu greinargerð til að færa sönnur á orð sín. Félagar í BÍ hljóta að gera kröfu til þess. Formaðurinn gerir líka mikið úr því að lífeyrisþegar séu stór hópur innan BÍ eða 15% að hans sögn, en þeir séu miklu færri í VR og Eflingu og virðist líta þannig á að það séu rök fyrir því að takmarka réttindi lífeyrisþega BÍ. Að mínu viti eru það þvert á móti rök fyrir því að þeir eigi að hafa áhrif og það sé afar ólýðræðislegt að reyna að svifta stóran hóp innan félagsins réttindum sínum. Auk þess blasir það við að eignir félaga hafa orðið til vegna starfa og aðildar félagsmanna. Auðvitað eiga þeir því að geta haft áhrif á ráðstöfun fjármuna félagsins þó þeir séu sestir í helgan stein, enda er það meginreglan á íslenskum vinnumarkaði. Svo er nauðsynlegt að ítreka og undirstrika að lífeyrisþegar geta aldrei haft nein áhrif á stöðu kjaramála innan verkalýðsfélaga, þar sem þeir eru ekki lengur á vinnumarkaði og hafa ekki atkvæðisrétt á því sviði. Það gildir jafnt um BÍ og önnur stéttarfélög í þessu landi. Ekki skil ég af hverju það er formanninum svo torskilið. Það blasir þannig við að það standa engin rök til þess að svifta þennan hóp félaga í Blaðamannagfélaginu rétti sínum til að hafa áhrif á stefnu og störf félagsins, önnur en þau að hluta þessa hóps finnst formaðurinn óverðugur þess að vera málsvari félagsins. Formaðurinn eigi að taka hagsmuni félagsins fram yfir sína eigin og stíga til hliðar. Það er áhyggjuefni ef aðrir stjórnarmenn í félaginu hafa látið draga sig í þessa vegferð að ráðast gegn þeim hópi félagsmanna sem lengst og best hefur staðið með félaginu og fórnað hluta tekna sinna áratugum saman til að efla það. Hins vegar eru fjármál félagsins sem formaðurinn gerir að umtalsefni, einkum styrktarsjóður. Formaðurinn reynir að réttlæta nauðsyn þess að skerða réttindi þeirra sem höllustum fæti standa í félaginu vegna alvarlegrar stöðu sjóðsins. Styrktarsjóður er mikilvægasti samfélagssjóður félagsins og það er rangt að það hafi stefnt í eitthvert óefni í rekstri hans. Afkoma hans og útgjöld og sundurliðanir á þeim hafa ár hvert verið rædd í stjórn félagsins og á aðalfundum þess. Hann var til dæmis rekinn með hagnaði árið 2021, en með tapi árið 2022.Það var ævinlega einróma stefna félagsins að verkefni sjóðsins væru svo mikilvæg að það réttlæti halla á sjóðnum og fjárveitingar til hans ef á þyrfti að halda. Réttlætingar formannsins á skerðingum réttinda félagsmanna og þeirra sem höllustum fæti standa marka stefnubreytingu hjá félaginu, illu heilli. Stefnubreytingin miðar að því að gera félagssjóði fært að standa undir stórauknum útgjöldum vegna launakostnaðar og tryggja að félagið geti staðið undir launum formanns í fullu starfi. Verkefni formannsins réttlæta það ekki að mínu viti.. Ég sinnti verkefnum formanns meðfram framkvæmdastjórastarfi í 11 ár, án þess að fá greitt fyrir það. Lítum á nokkrar tölulegar staðreyndir í þessum efnum. Heildarlaunakostnaður félagsins nam 36,5 milljónum króna árið 2022.Heildariðgjaldatekjur félagssjóðs námu á sama tíma 42 milljónum króna. Ef Blaðamannafélagið hyggst vera með þrjá starfsmenn í fullu starfi kostar það félagið varlega áætlað 50 milljónir króna á ári. Það er talsvert umfram heildar iðgjaldatekjurnar og étur upp þann hagnað á félagssjóði sem staðið hefur undir réttindum styrktarsjóðs. Þá eru öll önnur útgjöld af rekstri stéttarfélags ótalin. Svo get ég ekki annað en lýst yfir furðu á þeirri orðræðu að styrkir til lífeyrisþega hafi verið veittir þeim í heimildarleysi í yfir 20 ár eða allt frá því að styrktarsjóðurinn tók til starfa. Það er heil fundargerðarbók sem afsannar það og sömuleiðis umræður á stjórnarfundum og aðalfundum félagsins í gegnum tíðina. Formaðurinn veit líka jafnvel og ég að málefni lífeyrisþega og styrkir til þeirra voru ítrekað til umræðu í stjórn félagsins í þau tæp þrjú ár sem við sátum þar saman. Ég skil heldur ekki að stjórn styrktarsjóðs sætti sig við það að liggja undir ámæli af hendi formannsins með þessum hætti. Blaðamannafélagið hefur til þessa staðið vel fjárhagslega, en vitanlega skiptir máli hvernig haldið er á fjármálum félagsins.Formaðurinn upplýsir að bókfærðar eignir félagsins hafi numið um 750 milljónum króna um síðustu áramót.Markaðsvirðið er hins vegar mun meira vegna verðmætra fasteigna félagsins. Lætur nærri að það nemi tæpum einum milljarði króna á verðlagi í dag. Það skiptir máli að vel sé haldið á þessum verðmætum og að þeim sé ekki sóað í vitleysu. Þá á ég t.d. við ráðningu starfsmanna umfram þörf, vanhugsaðar auglýsingaherferðir eða stofnun gagnslausra samfélagssjóða á kostnað grundvallarréttinda blaðamanna eins og réttar til greiðslu sjúkradagpeninga. Svona gerir maður einfaldlega ekki! Höfundur er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri BÍ.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun