Vildarpunktarnir eru runnir út Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 2. september 2024 08:03 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun