„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2024 09:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék síðast með KR veturinn 2021-22. Nú snýr hann aftur sem elsti Íslendingurinn í liðinu. VÍSIR/BÁRA KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“ KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“
KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira