Formúla 1

Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frum­rauninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Kimi Antonelli fær traustið hjá Mercedes þrátt fyrir að klessukeyra bílinn í frumraun sinni.
Andrea Kimi Antonelli fær traustið hjá Mercedes þrátt fyrir að klessukeyra bílinn í frumraun sinni. Getty/Beata Zawrzel

Mercedes liðið í formúlu 1 veðjar á hinn átján ára gamla Andrea Kimi Antonelli sem tekur við sæti Lewis Hamiltn þegar sjöfaldi heimsmeistarinn gengur til liðs við Ferrari eftir þetta tímabil.

Antonelli fékk sína frumraun í F1 í vikunni þegar hann keyrði Mercedes bílinn á æfingu fyrir ítalska kappaksturinn.

Það fór ekki vel því eftir aðeins tíu mínútur missti strákurinn stjórn á bílnum og endaði út í vegg.

Antonelli var þá með fjórða besta tímann en náði ekki að halda þetta út. Antonelli gat stigið sjálfur út úr bílnum og fullvissaði alla að það væri í lagi með sig.

Strákurinn bað síðan liðið sitt afsökunar en fékk óvænt svar frá sjálfum Toto Wolff. „Þetta er allt í góðu, Kimi,“ sagði Wolff í talstöðvarkerfinu. Toto Wolff er framkvæmdastjóri Mercedes og á 33 prósent í liðinu.

Antonelli var síðan formlega kynntur sem ökumaður Mercedes árið 2025 ásamt George Russell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×