„Bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:01 Hafþór Júlíus Björnsson á enn heimsmetið í réttstöðulyftu sem hann setti fyrir fjórum árum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson er þess fullviss að hann muni bæta heimsmetið í réttstöðulyftu, heimsmet sem hann á sjálfur en telur að aðrir gæti verið nú svolítið sólgnir í. Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Hafþór Júlíus, eða Fjallið eins og hann er oftast kallaður, er byrjaður að keppa aftur í aflraunakeppnum eftir að hafa tekið sér gott hlé í nokkur ár. Hann varð annar í keppninni um sterkasta mann jarðar á dögunum þar sem hann sló tvö heimsmet. Hvorugt þeirra er hins vegar það heimsmet sem Hafþór er að pæla í þessa dagana. Það er heimsmetið sem hann setti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. Hafþór ræddi þetta heimsmet við fylgjendur sína á samfélagsmiðlum. Heimsmetið hans í réttstöðulyftu er 501 kíló og var sett árið 2020. 501 „501. Það eru margir að spyrja mig út í það hvenær ég ætli að reyna að bæta heimsmetið. Ég vildi ræða það aðeins við ykkur,“ sagði Hafþór Júlíus. „Ég vil segja ykkur það að ég vil bæta þetta heimsmet og ég mun bæta þetta heimsmet. Þetta er bara spurning um hvar og hvenær ég bæti heimsmetið,“ sagði Hafþór. „Eins og staðan er í dag þá er ekkert skipulagt um hvenær ég fæ tækifæri á því að bæta metið. Vonandi breytist það sem fyrst. Ég er að tala við skipuleggjendur og að plana það að bæta heimsmetin mín,“ sagði Hafþór. Graham Hicks vill ná metinu „Þið sem þekkið aflraunaheiminn vitið vel að því að það er keppni í september þar sem kappar eins og Graham Hicks og aðrir mjög öflugir menn í réttstöðulyftu fá tækifæri til að bæta heimsmetið mitt,“ sagði Hafþór. „Ég trúi því að Graham og mögulega einhver annar geti bætt þetta met. Graham hefur litið vel út æfingum og er að lyfta miklum þyngdum. Ég óska honum alls hins besta og vona að hann nái árangri,“ sagði Hafþór. Meiri hvatning „Það yrði aðeins meiri hvatning fyrir mig til að grafa dýpra en það myndi líka þýða að ég þyrfti að lyfja meiri þyngd hvort sem það er meira en 505 kíló eða meira en 510 kíló. Það fer allt eftir því hvað fer upp hjá honum,“ sagði Hafþór. Það má sjá hann ræða heimsmetið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira