Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Evrópu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Elliði Snær sýnir snilldartakta
Elliði Snær sýnir snilldartakta vísir / vilhelm

Melsungen og Gummersbach unnu bæði sigra í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í dag.

Líkt og Valsmenn voru Íslendingalið Melsungen og Gummersbach í eldlínunni í undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Liðin léku fyrri leiki sína í dag og unnu bæði góða sigra fyrir síðari leikina um næstu helgi.

Melsungen mætti liði Elverum frá Noregi á heimavelli sínum í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 13-12 fyrir Melsungen sem vann að lokum 28-23 sigur. Elvar Örn Jónsson lék með liði Melsungen í dag en Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahópnum.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach eru komnir langleiðina áfram í deildakeppnina eftir þrettán marka sigur á liði Mors Thy á útivelli í dag. Staðan í hálfleik var 17-10 þýska liðinu í vil og lokatölur 35-22. 

Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Þá skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson sex mörk fyrir Kadetten sem vann 39-32 sigur á Bern í Svissnesku deildinni. Kadetten eru ríkjandi meistarar í Sviss en þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×