Veður

Veður­stofan varar veg­far­endur við vatnsflaumi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það verður þungbúið næstu daga.
Það verður þungbúið næstu daga. vísir/vilhelm

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær.

„Hvöss sunnanátt á norðanverðu landinu og hviður víða um 30 m/s í vindstrengjum við fjöll, einkum á Snæfellsnesi nærri hádegi á morgun,“ segir enn fremur í tilkynningu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og gera má ráð fyrir að óbrúaðar ár verði torfærar.

Þá getur þetta valdið auknu álagi á fráveitukerfum og fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Enn eru víða gular viðvaranir í gildi þar til á eða rétt eftir hádegi á morgun. 

„Á morgun dregur smám saman úr úrkomu, þó verður dálítil væta með köflum síðdegis en áfram rigning suðaustantil. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert en þar bætir heldur í vind,“ segir í veðurspá.


Tengdar fréttir

Þrjár skriður féllu á Barðaströnd

Þrjár skriður féllu í hlíð milli bæjanna Miðhlíðar Ytri og Innri-Múla á Barðaströnd í nótt. Skriðusérfræðingur væntir þess að frekari fregnir af skriðuföllum berist þegar líður á morguninn, þegar er orðið almennilega bjart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×