Innlent

Guð­laugur Þór miður sín vegna hraðaksturs

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfisráðherra. vísir/vilhelm

„Það liggur bara fyrir að þarna var farið óvarlega, það er ekki gott og mér þykir það miður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson spurður út í hraðakstur ráðherrabíls hans í vikunni.

Guðlaugur Þór er eins og fleiri Sjálfstæðismenn staddur á flokksráðsfundi á Hilton Nordica þar sem menn reyna að finna lausnir á fylgistapi flokksins í skoðanakönnunum. 

Fjallað var um hraðaksturinn í frétt mbl.is. Guðlaugur Þór birti mynd úr aftursæti ráðherrans þar sem sést að bíllinn er keyrður á 110 km hraða, að minnsta kosti 20 km yfir hámarkshraða. Sat hann sjálfur í framsætinu en vill ekki greina frá því hver hafi verið við stýrið. 

„Það er aukaatriði. Ég sat þarna í bílnum og þetta var mín ferð.“

Streymt er frá flokksráðsfundinum í beinni útsendingu, en nánar verður fjallað um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. 


Tengdar fréttir

Segir fylgi flokksins óviðunandi

Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum.

„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×