Íslenski boltinn

Fjölnis­menn töpuðu ó­vænt á móti Gróttu og náðu ekki toppsætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gróttumenn eru ekki búnir að gefast upp í baráttunni fyrir sæti sínu í Lengjudeildinni næsta sumar.
Gróttumenn eru ekki búnir að gefast upp í baráttunni fyrir sæti sínu í Lengjudeildinni næsta sumar. @grottaknattspyrna

Fjölnismönnum tókst ekki að nýta sér tap Eyjamanna í gær og ná hinu eftirsótta toppsæti í Lengjudeildinni í fótbolta. Þeir hafa ekki unnið leik í einn og hálfan mánuð.

Fjölnir er áfram í þriðja sætinu, stigi á eftir ÍBV, eftir 1-2 tap á móti Gróttu út á Seltjarnarnesi.

Grótta þurfti líka nauðsynlega á stigum að halda til að bjarga sér frá falli en er enn þremur sigum frá öruggu sæti. Þar sitja Þórsarar sem eiga líka leik inni.

ÍBV er með 35 stig en Keflavík og Fjölnir með 34 sitg. Afturelding er síðan með 33 stig. Gríðarleg spenna og aðeins tveir leikir eftir. Efsta liðið tryggir sér sæti í Bestu deildinni en liðin í öðru til fimmta sætið fara í umspil um hitt lausa sætið.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson var maður dagsins því hann skoraði bæði mörk Gróttu í leiknum.

Fjölnir hefur nú leikið sjö deildarleiki í röð án þess að tapa en síðasti sigur liðsins var á móti Grindavík 18. júlí síðastliðinn.

Jónatan Guðni Arnarsson kom Fjölni í 1-0 strax á níundu mínútu leiksins og það stefni í öruggan Fjölnissigur enda fengu þeir fleiri færi í upphafi leiks.

Gróttumenn gáfust ekki upp en þeir þrufa stig í harðri fallbaráttu deildarinnar.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson náði að jafna metin á 27. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Gabríel Hrannar var ekki hættur því hann kom Gróttu í 2-1 á 74. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×