Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2024 11:00 Mælt er með því að fólk haldi sér innandyra í Vogum þegar loftgæðin versna til muna. vísir/vilhelm Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. „Í gærkvöldi mældist mikil mengum í Vogum, með því hæsta sem mælst hefur síðan gosið hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofunni. „Það er ríkjandi sunnan- og suðaustan átt í dag og það beinir þessari loftmengun yfir Voga og mögulega Suðurnesin. Það er búist við því að það verði aftur mikil gasmengun við Voga, en það fer mjög eftir því hver stefnan á vindinum verður.“ Í morgun hafi Veðurstofa fengið fregnir af greinilegri blámóðu milli Voga og Njarðvíkur. „Þá var þetta akkúrat að sleppa á milli. En það þarf ekki mikla breytingu á vindi til að þetta fari hvort sem yfir Voga eða Njarðvík.“ Hún segir fleiri landsvæði ekki í hættu í bili. Svifryksmengun hefur einnig mælst í morgun frá gróðureldum, meðal annars í Garði. „Vindurinn er núna nógu sterkur til að halda þessu í mjórri ræmu. Vonandi finnur hann leið á milli bæjarfélagana til að áhrifin verði sem minnst. Skilaboðin séu því að fylgjast vel með loftgæðamælum, hægt er að gera það á vefsíðunni loftgaedi.is. „En núna eru loftgæðin bara fín, við vonum bara að úrkoman slökkvi þessa gróðurelda.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Veður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira
„Í gærkvöldi mældist mikil mengum í Vogum, með því hæsta sem mælst hefur síðan gosið hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofunni. „Það er ríkjandi sunnan- og suðaustan átt í dag og það beinir þessari loftmengun yfir Voga og mögulega Suðurnesin. Það er búist við því að það verði aftur mikil gasmengun við Voga, en það fer mjög eftir því hver stefnan á vindinum verður.“ Í morgun hafi Veðurstofa fengið fregnir af greinilegri blámóðu milli Voga og Njarðvíkur. „Þá var þetta akkúrat að sleppa á milli. En það þarf ekki mikla breytingu á vindi til að þetta fari hvort sem yfir Voga eða Njarðvík.“ Hún segir fleiri landsvæði ekki í hættu í bili. Svifryksmengun hefur einnig mælst í morgun frá gróðureldum, meðal annars í Garði. „Vindurinn er núna nógu sterkur til að halda þessu í mjórri ræmu. Vonandi finnur hann leið á milli bæjarfélagana til að áhrifin verði sem minnst. Skilaboðin séu því að fylgjast vel með loftgæðamælum, hægt er að gera það á vefsíðunni loftgaedi.is. „En núna eru loftgæðin bara fín, við vonum bara að úrkoman slökkvi þessa gróðurelda.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Suðurnesjabær Vogar Veður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri Sjá meira