Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 21:08 Alexandre de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, hefur velgt Elon Musk og X undir uggum undanfarin misseri. AP/Eraldo Peres Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra. X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra.
X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira