Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Aftur voru Blikar í engum vandræðum með Víkinga Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:00 Breiðablik fagnar einu af fjórum mörkum kvöldsins. vísir/Anton Breiðablik vann 4-0 gegn Víkingi í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna eftir tvískiptingu. Liðin mættust líka í síðustu umferð og þar varð niðurstaðan nákvæmlega sú sama. Blikar sýndu yfirburði sína frá upphafi og komust marki yfir strax á 8. mínútu. Víkingar reyndu þá að spila upp úr öftustu línu en fundu frekar Karitas Tómasdóttur, kantmann Breiðabliks, hún kom boltanum á Andreu Rut Bjarnadóttur sem sendi hann strax inn fyrir á Samönthu Smith sem kláraði færið. Annað markið svipaði mjög til þess fyrsta. Varnarmenn Víkings að reyna sniðuga sendingu, Katrín Ásbjörnsdóttir komst í boltann og gaf inn fyrir á Samönthu Smith, sem þurfti að taka langan sprett, en kláraði aftur af öryggi. Þá var komið fram að 33. mínútu, leikurinn hélst fjörugur fram að hléi og bæði lið áttu skot í slánna en fleiri mörk voru ekki skoruð áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Snemma í seinni hálfleik var þriðja markið skorað. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk boltann í lappir, hélt tveimur varnarmönnum frá sér og beið eftir að geta stungið upp í horn á Samönthu Smith sem keyrði af krafti upp kantinn og gaf fyrir á Andreu Rut. Hún tók við boltanum af yfirvegun og þrumaði honum svo í netið af stuttu sem engu færi. Agla María Albertsdóttir kom svo inn af varamannabekknum á 63. mínútu og var búin að skora minna en mínútu síðar, úr sinni fyrstu snertingu eftir sendingu á nærsvæðið frá Barbáru Sól. Víkingar virtust aldrei líklegir til að minnka muninn og Breiðablik hefði hæglega getað bætt við en fleiri urðu mörkin ekki og 4-0 lokaniðurstaða leiks. Atvik leiksins Það er afar fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Mögulega hefði mark breytt einhverju fyrir Víking þegar þær skutu í slánna strax í næstu sókn eftir að hafa lent 2-0 undir, en miðað við þróunina voru þær alltaf að fara að tapa leiknum. Stjörnur og skúrkar Svo margar, örugglega allar, í Breiðabliksliðinu sem eiga hrós skilið. Frábær frammistaða hjá liðinu í heild sinni en Samantha Smith var sú stjarna sem skein hvað bjartast með tvennu og stoðsendingu. Margar sem eiga þá vondu nafnbót skilið en miðverðir Víkings voru skúrkar síns liðs, Gígja Valgerður og Svanhildur Ylfa. Áttu sitt hvora misheppnaða sendinguna sem leiddi til marks. Stemning og umgjörð Það hefur eitthvað gleymst að auglýsa úrslitakeppnina. Afskaplega fáir á vellinum og stemningin eftir því. Veðrið svosem ekki að hjálpa til, mikið rok og sudda rigning. Mætti vel gera betur samt. Vonandi eru áhorfendur bara að spara krafta fyrir næstu leiki. Viðtöl Besta deild kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík
Breiðablik vann 4-0 gegn Víkingi í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar kvenna eftir tvískiptingu. Liðin mættust líka í síðustu umferð og þar varð niðurstaðan nákvæmlega sú sama. Blikar sýndu yfirburði sína frá upphafi og komust marki yfir strax á 8. mínútu. Víkingar reyndu þá að spila upp úr öftustu línu en fundu frekar Karitas Tómasdóttur, kantmann Breiðabliks, hún kom boltanum á Andreu Rut Bjarnadóttur sem sendi hann strax inn fyrir á Samönthu Smith sem kláraði færið. Annað markið svipaði mjög til þess fyrsta. Varnarmenn Víkings að reyna sniðuga sendingu, Katrín Ásbjörnsdóttir komst í boltann og gaf inn fyrir á Samönthu Smith, sem þurfti að taka langan sprett, en kláraði aftur af öryggi. Þá var komið fram að 33. mínútu, leikurinn hélst fjörugur fram að hléi og bæði lið áttu skot í slánna en fleiri mörk voru ekki skoruð áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Snemma í seinni hálfleik var þriðja markið skorað. Katrín Ásbjörnsdóttir fékk boltann í lappir, hélt tveimur varnarmönnum frá sér og beið eftir að geta stungið upp í horn á Samönthu Smith sem keyrði af krafti upp kantinn og gaf fyrir á Andreu Rut. Hún tók við boltanum af yfirvegun og þrumaði honum svo í netið af stuttu sem engu færi. Agla María Albertsdóttir kom svo inn af varamannabekknum á 63. mínútu og var búin að skora minna en mínútu síðar, úr sinni fyrstu snertingu eftir sendingu á nærsvæðið frá Barbáru Sól. Víkingar virtust aldrei líklegir til að minnka muninn og Breiðablik hefði hæglega getað bætt við en fleiri urðu mörkin ekki og 4-0 lokaniðurstaða leiks. Atvik leiksins Það er afar fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Mögulega hefði mark breytt einhverju fyrir Víking þegar þær skutu í slánna strax í næstu sókn eftir að hafa lent 2-0 undir, en miðað við þróunina voru þær alltaf að fara að tapa leiknum. Stjörnur og skúrkar Svo margar, örugglega allar, í Breiðabliksliðinu sem eiga hrós skilið. Frábær frammistaða hjá liðinu í heild sinni en Samantha Smith var sú stjarna sem skein hvað bjartast með tvennu og stoðsendingu. Margar sem eiga þá vondu nafnbót skilið en miðverðir Víkings voru skúrkar síns liðs, Gígja Valgerður og Svanhildur Ylfa. Áttu sitt hvora misheppnaða sendinguna sem leiddi til marks. Stemning og umgjörð Það hefur eitthvað gleymst að auglýsa úrslitakeppnina. Afskaplega fáir á vellinum og stemningin eftir því. Veðrið svosem ekki að hjálpa til, mikið rok og sudda rigning. Mætti vel gera betur samt. Vonandi eru áhorfendur bara að spara krafta fyrir næstu leiki. Viðtöl
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti