Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 11:24 Gunnlaugur Jónsson hefur um nokkurt skeið freistað þess að finna olíu innan lögsögu Íslands. Hann einbeitir sér nú að tæknilausnum á samfélagsmiðlum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Gjaldþrotaskiptum á búi eignahlutafélagsins Lindir Resources er lokið, án þess að nokkuð fengist upp í tólf milljörða króna lýstar kröfur. Félagið ætlaði sér á sínum tíma stóra hluti í olíuiðnaði. Greint er frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að félagið, stofnað árið 2008, hafi verið í 78 prósent eigu Landsbankans og 22 prósent í eigu félags Gunnlaugs Jónssonar. Í svari Rúnars Pálmasonar upplýsingafulltrúa Landsbankans við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að félagið hafi á sínum tíma fjárfest í orkuiðnaði og náttúruauðlindum. „Bankinn eignaðist meirihluta í félaginu árið 2013 og að fullu árið 2015 í tengslum við skuldauppgjör eiganda félagsins. Í skuldauppgjörinu var miðað við virði trygginga og var félagið metið verðlaust í bókum bankans,“ segir í svarinu. Það hafi því engin áhrif á bankann. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2010 kemur fram að félagið ætli að marka sér sess á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, „fyrst og fremst olíu til að byrja með“. Haft er eftir Gunnlaugi Jónssyni að félagið hafi í upphafi ítök í olíugeiranum víðs vegar um heiminn og bindi miklar vonir við olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. Fjárfesti félagið í olíuleitar– og vinnslufélögum sem staðsett voru í Noregi og Kanada, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Bankinn hafi rekið félagið áfram í rúman áratug og freistað þess að snúa rekstri þess við en allt hafi komið fyrir ekki. Samtímis gjaldþroti Linda resources var áðurnefnt eignarhaldsfélag Gunnlaugs, Flói ehf, úrskurðað gjaldþrota. Gjaldþrot Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Greint er frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að félagið, stofnað árið 2008, hafi verið í 78 prósent eigu Landsbankans og 22 prósent í eigu félags Gunnlaugs Jónssonar. Í svari Rúnars Pálmasonar upplýsingafulltrúa Landsbankans við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að félagið hafi á sínum tíma fjárfest í orkuiðnaði og náttúruauðlindum. „Bankinn eignaðist meirihluta í félaginu árið 2013 og að fullu árið 2015 í tengslum við skuldauppgjör eiganda félagsins. Í skuldauppgjörinu var miðað við virði trygginga og var félagið metið verðlaust í bókum bankans,“ segir í svarinu. Það hafi því engin áhrif á bankann. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2010 kemur fram að félagið ætli að marka sér sess á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, „fyrst og fremst olíu til að byrja með“. Haft er eftir Gunnlaugi Jónssyni að félagið hafi í upphafi ítök í olíugeiranum víðs vegar um heiminn og bindi miklar vonir við olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. Fjárfesti félagið í olíuleitar– og vinnslufélögum sem staðsett voru í Noregi og Kanada, að því er fram kemur í umfjöllun DV. Bankinn hafi rekið félagið áfram í rúman áratug og freistað þess að snúa rekstri þess við en allt hafi komið fyrir ekki. Samtímis gjaldþroti Linda resources var áðurnefnt eignarhaldsfélag Gunnlaugs, Flói ehf, úrskurðað gjaldþrota.
Gjaldþrot Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Íslenska olíuleitarfélagið Eykon Energy lagt niður Eykon Energy ehf., það íslenska félag sem lengst stóð að olíuleit á Drekasvæðinu, er hætt starfsemi. Eigendur þess ákváðu í mars á þessu ári að slíta félaginu. 9. desember 2021 13:26