Helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:01 Víkingur vann samanlagðan 5-0 sigur í einvíginu gegn UE Santa Coloma Vísir/Pawel Víkingar verða í pottinum þegar dregið verður í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í dag. Annað árið í röð er íslenskt lið með í aðalkeppninni. Það hafði aldrei gerst áður. Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía). Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira
Nú er breytt fyrirkomulag á Evrópukeppnunum og í stað þess að það séu fjögur félög í riðli þá eru öll liðin saman í einni deild. Liðin spila sex leiki hvert í Sambandsdeildinni, þrjá heima og þrjá úti. Leikirnir eru á móti sex mismunandi félögum. Víkingar fá þannig einn mótherja úr hverjum styrkleikaflokki en þeir eru sjálfir í sjötta og síðasta styrkleikaflokknum. Víkingur mætir alltaf einu liði úr sjötta styrkleikaflokknum sem eykur möguleika liðsins að ná góðum úrslitum en Blikar töpuðu öllum leikjum sínum í Sambandsdeildinni í fyrra. Það þýðir jafnframt að einn mótherji Víkingsliðsins mun koma úr fyrsta styrkleikaflokknum en hann skipa Chelsea, FC Kaupmannahöfn, Gent, Fiorentina, LASK og Real Betis. Þrjú af þessum liðum eru Íslendingalið og því helmingslíkur á því að Víkingur mæti Íslendingaliði í Sambandsdeildinni í vetur. Orri Steinn Óskarsson og Rúnar Alex Rúnarsson spila með danska félaginu FC Kaupmannahöfn, Andri Lucas Guðjohnsen spilar með belgíska félaginu Gent og Albert Guðmundsson er kominn til ítalska félagsins Fiorentina. Það eru fleiri Íslendingalið í pottinum því gríska félagið Panathinaikos er í fimmta flokki og með því spila Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon. Víkingar gætu líka mætt Íslendingaliði úr sjötta styrkleikaflokknum en í honum er armenska félagið FC Noah. Með því spilar Guðmundur Þórarinsson. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikaflokkana sex. Víkingar fá einn mótherja úr hverjum þeirra. Drátturinn hefst klukkan 12.30 í dag að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Vísi. Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Styrkleikaflokkarnir fyrir Sambandsdeildardráttinn: Fyrsti flokkur: Chelsea (England), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Gent (Belgía), Fiorentina (Ítalía), Lask (Austurríki), Betis (Spánn). Annar flokkur: Basaksehir (Tyrkland), Legia Varsjá (Pólland), Molde (Noregi), Heidenheim (Þýskaland), Djurgården (Svíþjóð), Apoel (Kýpur). Þriðji flokkur: Rapid Vín (Austurríki), Omonia (Kýpur), HJK (Finnland), Vitoria de Guimarães (Portúgal), Astana (Kasakhstan), Olimpija Ljubljana (Slóvenía). Fjórði flokkur: Cercle Brugge (Belgía), Shamrock Rovers (Írland), The New Saints (Wales), Hearts (Skotland), Lugano (Sviss), Mlada Boleslav (Tékkland). Fimmti flokkur: Petrocub (Moldóva), St. Gallen (Sviss), Panathinaikos (Grikkland), Backa Topola (Serbía), Borac Banja Luka (Bosnía), Jagiellonia (Pólland). Sjötti flokkur: Celje (Slóvenía), Larne (Norður-Írland), Dinamo Minsk (Hvíta Rússland), Pafos (Kýpur), Vikingur (Ísland), Noah (Armenía).
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Sjá meira