Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 21:31 Örn Alfreðsson framkvæmdastjóri hjá Origo og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis Vísir/Arnar Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar
Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira