Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 10:05 Ingunn var þungt haldin eftir árásina og þurfti að gangast undir nokkrar aðgerðir. Þá hefur hún glímt við andlegar afleiðingar. Ingunn Björnsdóttir Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Randa sagði ljóst að maðurinn væri stórhættulegur. Saksóknarinn fór fram á fimm ára dóm að lágmarki en ef dómarinn fellst á kröfuna verður maðurinn ekki látinn laus nema að undangengnu mati. Um er að ræða svokallaða „öryggisvistun“, þar sem menn fá ekki að ganga lausir nema talið sé að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af þeim. Maðurinn réðst á Ingunni og kollega hennar á fundi þar sem til umræðu var annað fall hans á prófi. Sagðist hann við réttarhöldinn hafa verið afar ósáttur við Ingunni og fundist hún tala niður til sín. Hann segist ekki iðrast gjörða sinna. Randa sagði við lok réttarhaldanna að árásin gæti aðeins flokkast sem tilraun til manndráps, þrátt fyrir að maðurinn hefði haldið því fram að hann hefði ekki haft í hyggju að myrða Ingunni. Hann skar Ingunni bæði á háls og stakk hana í kviðinn. Þá hélt hann áfram að veita henni áverka eftir að hún hafði dottið í gólfið en stungusárin eru sögð hafa verið á bilinu fimmtán til tuttugu. Randa sagði ljóst að maður sem gæti misst stjórn á skapi sínu með þessum afleiðingum mætti ekki ganga laus. Þá vísaði hann til afstöðu mannsins; að sú þjáning sem hann hefði valdið væri engu meiri en sú þjáning sem Ingunn hefði valdið honum. Saksóknarinn sagði enn fremur ljóst að maðurinn vildi ekki viðurkenna að hann ætti við vandamál að stríða, sem gerði það erfitt að veita honum meðferð. Ástæða væri til að óttast hvað hann myndi gera næst þegar hann lenti í erfiðum aðstæðum.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira