Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 23:59 Ólafur Már Björnsson er augnlænir hjá Sjónlagi augnlækningum. Vísir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
„Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira