Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 23:59 Ólafur Már Björnsson er augnlænir hjá Sjónlagi augnlækningum. Vísir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira