„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Vinkonurnar Brynja Gísladóttir og Elsa Lyng Magnúsdóttir. vísir/samsett Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira