Hittu mjög viðkvæman stað á vítaskyttunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 16:01 Raul Florucz fann vel fyrir þessu og klikkaði síðan á vítaspyrnunni þegar hann tók hana eftir langt hlé. Skjámynd Lið Olimpija Ljubljana og NK Maribor, erkifjendur slóvenska fótboltans, mættust um helgina og þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna óláta áhorfenda. Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024 Slóvenía Fótbolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni. Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu. Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik. Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum. Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik. Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar. Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni. Horrible scenes in MariborOlimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker FloruczThe game was immediately stopped.Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024
Slóvenía Fótbolti Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira