Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2024 13:53 Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum. Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að samtalið hafi komið konunni í opna skjöldu og að hún hafi litið á það sem brottrekstur úr kórnum. Hafi hún litið svo á að um áreitni hafi verið að ræða í skilningi laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar. Konan taldi að einu raunhæfu kröfuna sem hún gæti gert væri að krefjast afsökunarbeiðni frá kórstjóranum vegna ólögmætrar framkomu í hennar garð. Kærunefndin svaraði kæru konunnar með tölvupósti í marsmánuði síðastliðinn þar sem henni var gefinn kostur á að gera nánari grein fyrir efninu og var sérstaklega vakin áthygli á að áreitni yrði að tengjast einhverjum þeim þáttum sem um getur í lögunum til að nefnin gæti tekið málið til umfjöllunar. Konan svaraði þeim pósti þar sem hún héldi kærunni óbreyttri til streitu. Í lögunum segir um „áreitni“ að um sé að ræða hegðun sem tengist kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu þess sem fyrir henni verði og hafi þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að jafnvel þótt framkoma kórstjórans í málinu geti verið vanvirðandi eða niðurlægjandi að mati kórfélaga verði að liggja fyrir upplýsingar sem tengjast þeim þáttum sem getið er um í lögunum til að kærunefndin geti tekið málið til meðferðar. „Í máli þessu liggja engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að kærunefnd hafi farið þess á leit við kæranda að bæta úr því. Að því virtu verður ekki hjá því komist að vísa málinu frá,“ segir í úrskurðinum.
Vinnumarkaður Kórar Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira