Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið.
German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu.
Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð.
Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa.
„Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar.
This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system.
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024
There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…