Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Caitlin Clark fagnar þriggja stiga körfu í leik á dögunum. Hún hefur farð á kostum í síðustu leikjum. Getty/Justin Casterline Körfuboltakonan Caitlin Clark heillar flesta sem á hana horfa enda bæði frábær skotmaður og frábær sendingamaður. Það er einkum henni að þakka að áhorf hefur stóraukist á kvennakörfuna í Bandaríkjunum. Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting) WNBA NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting)
WNBA NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum