„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. Vísir/HAG Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna. „Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
„Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira