Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 23:37 Scott Ritter hefur verið álitsgjafi rússnesku ríkisssjónvarpsstöðvarinnar RT. Hann vakti athygli í kringum seinna Íraksstríðið fyrir harða gagnrýni á bandaríska utanríkisstefnu. Vísir/Getty Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili tveggja áberandi álitsgjafa rússnesku ríkissjónvarpsstöðvarinnar RT í þessum mánuði. New York Times segir að annar þeirra sé Scott Ritter, fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak á milli stríða þar. Hinn er Dimitri K. Simes, fyrrverandi ráðgjafi forsetaframboðs Donalds Trump árið 2016. Bandaríkjastjórn telur að RT sé á meðal rússneskra ríkisfréttastofa sem vinni með rússnesku leyniþjónustunni að því að hafa áhrif á kosningar utan landssteinanna. Engar ákærur hafa verið gefnar út á hendur þeim Ritter og Simes enn sem komið er en heimildarmenn bandaríska blaðsins segir að þær séu ekki útilokaðar. Þá gæti verið von á frekari húsleitum. Rannsóknin á mönnunum tveimur er sögð beinast að því hvort að þeir hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum sem voru lagðar á Rússland eftir innrásina í Úkraínu eða lög sem knýja málsvara erlendra ríkja til þess að gera grein fyrir sér. Segjast fórnarlömb þöggunar Embætti yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar (ODNI) varaði við því í júlí að stjórnvöld í Kreml nýttu sér Bandaríkjamenn, bæði óafvitandi og með vilja, til þess að dreifa málflutningi sem styður stjórn Vladímírs Pútín. „Þessi einstaklingar birta efni á samfélagsmiðlum, skrifa fyrir ýmsar vefsíður með opin og dulin tengsl við rússnesku ríkisstjórnina og standa fyrir öðrum fjölmiðlagjörningum,“ sagði embættið. Þá lýsingu má vel færa heim á þá Ritter og Simes. Báðir hafa verið álitsgjafar fyrir RT og verið harðlega gagnrýnir á stefnu Bandaríkjastjórnar. Ritter ferðaðist meðal annars til hernuminna héraða í Úkraínu í janúar. Báðir halda því fram að húsleitin sé tilraun bandarískra yfirvalda til þess að ógna þeim og þagga niður í gagnrýni þeirra. Gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu Ritter er sérstaklega umdeildur. Hann var vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 og 1998 og þótti sérlega harður í horn að taka. Eftir það vatt hann kvæði sínu nokkuð í kross og efaðist opinberlega um fullyrðingar bandarískra og breskra stjórnvalda um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem voru grundvöllur innrásar þeirra árið 2003. Aldrei fannst tangur né tetur af meintum gereyðingarvopnum í Írak og reyndust fullyrðingar Bandaríkjamanna og Breta um þau byggðar á afar hæpnum forsendum. Síðan þá hefur Ritter verið hávær gagnrýnandi bandarískrar utanríkisstefnu. Trúðverðugleiki hans beið verulega hnekki eftir að hann var gripinn í tálbeituaðgerð lögreglu þar sem hann falaðist eftir að hitta ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna. Hann var sakfelldur árið 2011 og afplánaði fangelsisdóm vegna þess. Ritter segist sæta rannsókn vegna meintra brota á lögum um útsendrara erlendra ríkja. Simes er bandarískur ríkisborgari, fæddur í Sovétríkjunum. Hann var meðal annars óformlegur ráðgjafi Richards Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í málefnum Sovétríkjanna. Hann stýrir vikulegum þætti á RT og er talinn búa í Rússlandi. Í rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sem kannaði tengsl framboðs Trump við stjórnvöld í Kreml, kom fram að Simes hefði komið upplýsingum til Jareds Kushner, tengdasonar Trump, sem áttu að vera skaðlegar fyrir demókrata árið 2016. Simes var ekki ákærður.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Írak Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira