Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 20:02 Elísabet segir hlaðvarpið vera ákveðna framlengingu á bloggi sínu á Trendnet en nú í viðtalsformi. Helgi Ómars „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Sjá meira
Elísabet er eigandi Trendnet.is og Sjöstrand á Íslandi og starfar einnig mikið á samfélagsmiðlum. „Um áramótin tók ég ákvörðun um að hætta að blogga. Ég hafði aldrei tekið pásu og alltaf haldið dampi svo þetta var virkilega stór ákvörðun fyrir mig og ég er ennþá að fá spurningar hvort ég ætli ekki að snúa aftur. Staðan er sú að það blunda alltaf í mér hugmyndir um allskonar, ég er frumkvöðull í eðli mínu og fæ margar hugmyndir sem ég vil framkvæma,“ segir Elísabet í samtali við Vísi. „Ég stofnaði Trendnet í ágúst 2012 og því er við hæfi að byrja með Morgunbollann í ágúst 2024. Haustið er greinilega óvart minn tími og örugglega margra til að starta nýjungum,“ segir hún og hlær. Helgi Ómars Gefur konum orðið Elísabet segir hlaðvarpið ákveðna framlengingu á blogginu nema í viðtalsformi. „Til að byrja með ætla ég að lyfta konum upp því mér finnst þær ekki alltaf fá nægilegt pláss, en mun svo að sjálfsögðu hleypa öllum að. Við eigum svo margt fólk sem hefur áhugaverða sögu að segja, sumir vinna afrek og eru fremstir í flokki, svo er fegurðin líka oft í einfaldleikanum og litlu hlutunum,“ segir Elísabet. Í gegnum árin hefur hún nýtt samfélagsmiðlana til að vekja athygli á mikilvægum málefnum og til þess að safna fyrir góðan málstað. Elísabet stofnaði góðgerðarsamtökin Konur eru konum besta árið 2017 ásamt vinkonum sínum, Andreu Magnúsdóttur, Aldísi Pálsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Saman hafa þær staðið fyrir árlegri bolasölu þar sem safnað er milljónum fyrir mikilvægu málefni tengdu konum. „Allt snýst þetta um að leggja áherslu á að konur séu konum bestar en ekki verstar, eins og oft er talað um, segir Elísabet. Listakonan Saga Sig er viðmælandi Elísabetar í fyrsta þætti af Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Þar ræða þær meðal annars um tísku, fjölskyldulífið og heilsu. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Sjá meira