Dana Björg með fimmtán mörk í bikarsigri en liðið dæmt úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 08:31 Dana Björg Guðmundsdòttir er hér til hægri í treyju númer 23. Hún fór á kostum í síðasta leik en fékk slæmar fréttir að honum loknum. @dana_bjorg Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar í Volda héldu að þær væru komnar áfram í norsku bikarkeppninni í handbolta eftir stórsigur en annað kom á daginn. Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi. Norski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Volda vann 45-6 sigur á Godöy í annarri umferðinni og héldu því að þær væru komnar áfram í þriðju umferðina. Í ljós kom að félagið þeirra hafði klúðrað sínum málum. Leikmaður sem var ekki kominn með leikheimild tók þátt í leiknum vegna mistaka forráðamanna. Godöy var því dæmdur sigur þar sem Volda notaði þennan ólöglegan leikmann. Hin íslenska Dana Björg skoraði fimmtán mörk í leiknum en varð að sætta sig við að bikarævintýrið væri á enda þrátt fyrir 39 marka sigur. Svolítið broslegt „Þetta er svolítið broslegt þegar þú sérð úrslitin,“ sagði Maria Ulla, leikmaður Godöy, í samtali við NRK. Arild Bakke, stjórnarformaður Volda, segir að félagið hefði átt að sjá þetta í tíma fyrir leikinn. Hann segir að fjöldi nýrra leikmanna hafi komið til liðsins í sumar og þeir áttuðu sig ekki á því að einn þeirra var ekki búinn að fá leikheimild. „Ég held að ég hafi aldrei lent í svona á tuttugu árum mínum í boltanum. Þetta hefur ekki gerst áður. Þetta er aðallega leiðinlegt fyrir leikmennina okkar,“ sagði Bakke. „Það gerist ekkert annað en að við erum úr leik í bikarnum. Við verðum að læra af þessu og fara betur yfir þessi mál hjá okkur. Okkar markmið er standa okkur vel í úrvalsdeildinni,“ sagði Bakke. Dana Björg Guðmundsdóttir er 22 ára gömul og á íslenska foreldra eða þau Guðmund Bragason og Ingu Steingrímsdóttur. Foreldrar hennar eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í vaxtarrækt. Dana hefur búið nær alla tíð í Noregi.
Norski handboltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni