Kemur alls staðar að lokuðum dyrum og bíður enn svara Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. ágúst 2024 11:25 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend „Maður er bara upp og niður og maður þarf að fara reglulega til læknis að láta fylgjast með sér. Maður er kominn með vítamínskort og kvíðaraskanir, sefur ekki á nóttinni. Það er bara allur pakkinn. Líkaminn er bara í klessu. Þetta tekur á. Stjórnvöldum virðist bara vera sama hvernig aðstandendum líður.“ Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Þetta segir Tómas Ingvason, faðir manns sem fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni í maí, í samtali við Bítið um líðan sína vegna andlát sonar síns og aðgerðarleysi stjórnvalda. Hann bætir við að það væri mikil bót fyrir hann og aðra að fá einhver svör frá einhverjum varðandi sjálfsvígsbréf sonar síns. Þögn ræður ríkjum Sonur Tómasar lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. Tómas hefur ekki fengið sjálfsvígsbréfið afhent í heild sinni frá lögreglunni síðan að hörmulegi atburðurinn átti sér stað í byrjun maí. Umboðsmaður Alþingis beindi því til lögreglunnar á Suðurlandi, sem fer með rannsókn málsins, að þeim beri að afhenda bréfið í síðasta lagi 12. ágúst. Tómas segist fá engin svör frá lögreglunni sem fylli hann af ranghugmyndum um andlát sonar síns og að þögn ráði ríkjum. „Ekkert svarað. Ekkert. Það er bara þögnin. Ég get bara ekki svarað þér því að mér finnst þetta orðið mjög skrítið mál. Auðvitað eiga þeir að afhenda þetta bréf. Mér finnst bara að þeir eigi að sjá sóma sinn í því. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna að loka svona sorgarferli.“ Fangelsismálastjóri og ráðherra svara engu Hann tekur fram að alls staðar þar sem hann leitar eftir aðstoð komi hann að lokuðum dyrum. „Þetta er ekkert auðvelt að eiga við þetta. Ég hef reynt að hafa samband við Pál Winkel fangelsismálastjóra líka og hann svarar engu. Ég er búinn að senda inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis líka fyrir það mál.“ Tómas er jafnframt búinn að senda tíu pósta til dómsmálaráðherra sem er ekki búinn að svara einum einasta pósti. Hann segir það furðulegt að lögreglan haldi eftir bréfinu þegar að búið er að gefa út að sonur hans hafi ekki látist með saknæmum hætti. Hann segir vinnubrögð lögreglunnar tortryggileg og skilur ekki hvað þeir séu að rannsaka. „Ég er búinn að láta liggja skilaboð hjá lögreglunni á Suðurlandi líka um að hafa samband en þeir bara hafa ekki samband. Það er örugglega hálfur mánuður eða mánuður síðan. Ég gafst bara upp á því að hringja í þá. Það var alltaf sagt að þeir væru svo uppteknir og að þeir myndu hringja í mig til baka. Þeir hringdu aldrei.“ Beðið eftir krufningarskýrslu í þrjá mánuði Hann hefur aðeins fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er búið að yfirstrika ákveðin atriði úr bréfinu. Lögreglan segir hann ekki fá að sjá þann hluta bréfsins því það sé stílað á einhvern annan. Tómas segir að lögreglan bíði eftir krufningarskýrslu til að ljúka málinu. „Þeir segja alltaf að málinu ljúki þegar að krufningarskýrslan er komin. Þeir virðast halda sig á bak við það. En ég veit ekki meira. Það er sagt að það geti tekið marga mánuði. Ég talaði samt við heimilislækninn minn hérna úti og hann sagði að það ætti að taka nokkrar vikur að hafa hana tilbúna.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Fannst látinn í klefa sínum á Litla Hrauni Fangi á Litla Hrauni fannst látinn í klefa sínum í gærmorgun. Greint er frá andlátinu á Facebook-síðu Afstöðu, félags fanga, í morgun, en Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir andlátið í samtali við fréttastofu. 6. maí 2024 08:02