Íslendingaliðið keypti markakóng þýsku deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2024 11:02 Manuel Zehnder er kominn til Þýskalandsmeistaranna í Magdeburg og hann kostaði yfir sextíu milljónir króna. Getty/Jan Woitas Tveir af þremur markahæstu leikmönnum þýsku bundesligunnar í handbolta á síðustu leiktíð spila með Magdeburg á komandi tímabili og annar þeirra er íslenskur. Þetta var ljóst í gær eftir að Íslendingaliðið keypti Svisslendinginn Manuel Zehnder frá ThSV Eisenach. Magdeburg er sagt borga Eisenach í kringum fjögur hundruð þúsund evrur fyrir leikmanninn sem var með samning til ársins 2026. Það er meira en 61 milljón í íslenskum krónum. Zehnder var markakóngur á síðustu leiktíð með 277 mörk eða fjórtán mörkum meira en Daninn Mathias Gidsel. Ómar Ingi Magnússon varð síðan þriðji markahæstur með 239 mörk. Zehnder er 24 ára svissneskur landsliðsmaður sem spilar sem leikstjórnandi eða vinstri skytta. Magdeburg vantaði tilfinnanlega meiri hjálp fyrir utan eftir að Felix Claar meiddist á Ólympíuleikunum en þýski landsliðsmaðurinn verður frá í marga mánuði. Liðið missti líka íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til Ungverjalands í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar líka með Magdeburg. Liðið varð þýskur meistari á síðustu leiktíð og hefur unnið annað hvort þýska meistaratitilinn (2022 og 2024) eða Meistaradeild Evrópu (2023) á síðustu þremur tímabilum. Der SC Magdeburg hat auf die Verletzung von Felix Claar bei den Olympischen Spielen reagiert und mit sofortiger Wirkung Manuel Zehnder nachverpflichtet. ✍🏻Willkommen in Magdeburg, Manuel 💚❤️Alle Infos findet ihr auf der Homepage 📲___#SCMHUJA pic.twitter.com/JrsRMpH04u— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) August 21, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira
Þetta var ljóst í gær eftir að Íslendingaliðið keypti Svisslendinginn Manuel Zehnder frá ThSV Eisenach. Magdeburg er sagt borga Eisenach í kringum fjögur hundruð þúsund evrur fyrir leikmanninn sem var með samning til ársins 2026. Það er meira en 61 milljón í íslenskum krónum. Zehnder var markakóngur á síðustu leiktíð með 277 mörk eða fjórtán mörkum meira en Daninn Mathias Gidsel. Ómar Ingi Magnússon varð síðan þriðji markahæstur með 239 mörk. Zehnder er 24 ára svissneskur landsliðsmaður sem spilar sem leikstjórnandi eða vinstri skytta. Magdeburg vantaði tilfinnanlega meiri hjálp fyrir utan eftir að Felix Claar meiddist á Ólympíuleikunum en þýski landsliðsmaðurinn verður frá í marga mánuði. Liðið missti líka íslenska landsliðsmanninn Janus Daða Smárason til Ungverjalands í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar líka með Magdeburg. Liðið varð þýskur meistari á síðustu leiktíð og hefur unnið annað hvort þýska meistaratitilinn (2022 og 2024) eða Meistaradeild Evrópu (2023) á síðustu þremur tímabilum. Der SC Magdeburg hat auf die Verletzung von Felix Claar bei den Olympischen Spielen reagiert und mit sofortiger Wirkung Manuel Zehnder nachverpflichtet. ✍🏻Willkommen in Magdeburg, Manuel 💚❤️Alle Infos findet ihr auf der Homepage 📲___#SCMHUJA pic.twitter.com/JrsRMpH04u— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) August 21, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Andri Már magnaður í naumu tapi Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Sjá meira