Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 23:45 Forseti Bandaríkjanna ræddi við forsætisráðherra Ísrael í síma í dag. Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa. Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kom fram að forsetinn hefði lagt áherslu á mikilvægi þess að koma á vopnahlé og að öllum gíslum verði sleppt úr haldi. Þá sagði hann viðræðurnar í Kaíró mikilvægar til að leysa úr þeim ágreiningi sem enn á eftir að leysa úr. Þá segir í yfirlýsingunni að þeir hafi einnig rætt aðgerðir Bandaríkjanna sem eigi að styðja við Ísrael og vernda þau fyrir hótunum frá Íran og frá Hamas, Hezbollah og Hútum. Símtalið fylgdi heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, til Miðausturlanda en henni lauk í gær, þriðjudag. Blinken yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Fram kemur í frétt Reuters að Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hafi einnig tekið þátt í símtalinu. Harris tekur formlega við tilnefningu flokksins um að vera forsetaframbjóðandi hans á morgun á ráðstefnu flokksins í Chicago. Þar kemur einnig fram að Biden sé eins og stendur í fríi með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Það er talið honum afar mikilvægt að koma á vopnahléi á meðan hann er forseti. Greint var frá því fyrr í dag að samningaviðræðurnar strandi á kröfu Hamas um algert brotthvarf Ísrael frá Gasa, þar á meðal frá svæði sem kallað er Fíladelfíu-gangurinn. Gangurinn er 14,5 kílómetra langt landsvæði við landamæri Egyptalands. Ísraelar vilja halda landsvæðinu en þeir náðu því á sitt vald í maí. Þeir sögðust hafa eyðilagt á svæðinu tugi gangna sem hafi verið notuð til að smygla vopnum til stríðandi fylkinga á Gasa.
Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Íran Tengdar fréttir „Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19 Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
„Þjóðarmorðið í Palestínu hefur sameinað þær“ Mæður gegn morðum er bók um hundrað baráttukonur sem Alda Lóa Leifsdóttir hefur bæði myndað og tekið viðtöl við. Konurnar eru af ólíkum stéttum og úr ólíkum kimum samfélagsins en eiga það sameiginlegt að hafa síðustu mánuði tekið þátt í mótmælum, samstöðufundum og öðrum aðgerðum til stuðnings íbúum í Palestínu. 18. ágúst 2024 18:01
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. 17. ágúst 2024 18:19
Landtökumenn á Vesturbakkanum kveiktu í húsum og bifreiðum Tugir ísraelskra landtökumanna á Vesturbakkanum kveiktu í nótt í húsum og bílum Palestínumanna. Palestínumenn fullyrða að einn hið minnsta hafi verið drepinn í árásinni en árásarmennirnir voru grímuklæddir og hentu bensínsprengjum í þorpinu Jit. 16. ágúst 2024 07:01
Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. 14. ágúst 2024 14:07