Fá 34 milljóna sekt vegna vanskila á losunarheimildum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:13 Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Flugrekandinn hafði ekki gert það á þeim tímapunkti. Vísir/Getty Umhverfisstofnun hefur lagt rúmlega 34 milljóna króna stjórnvaldssekt á flugfélagið Nomadic Aviation Group LLC vegna vanrækslu flugrekandans á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2022. Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022. Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að fjárhæð stjórnvaldssektarinnar sé lögbundin og samsvari 100 evrum í íslenskum krónum vegna hverrar losunarheimildar sem ekki er staðið skil á, en eitt tonn af CO2 jafngildir einni losunarheimild. Þá segir einnig að Umhverfisstofnun hafi heimild til að áætla losun ef flugrekandi standi ekki skil á vottaðri losunarskýrslu fyrir tilgreindan frest eða skýrslan er ófullnægjandi. Þessi heimild var nýtt og heildarlosun áætluð, í samræmi við gögn frá Eurocontrol, sem 2.307 tonn CO2 og því sektin að upphæð 34.397.370 króna. Síðasti dagur til að gera upp losunarheimildir fyrir losun sem átti sér stað á árinu 2022 var 30. apríl 2023. Á þeim tímapunkti hafði flugrekandinn samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar ekki staðið skil á neinum losunarheimildum. Stjórnvaldssektin var lögð á í samræmi við lög um loftslagsmál nr. 70/2012 og ETS tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins 2003/87/EB. Nomadic hefur rétt á að skjóta ákvörðuninni til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku hennar. Ísland er aðili að viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugi. Meginreglan er, samkvæmt tilkynningu Umhverfisstofnunar, að sá borgi sem mengar. Þeir aðilar sem losa meira en áætlað var þurfa að kaupa sér fleiri losunarheimildir. Álagning sektarinnar hefur ekki áhrif á skyldur flugrekandans til að standa skil á losunarheimildum eða kaupa nýjar losunarheimildir sem samsvara losun frá rekstri flugrekandans á árinu 2022.
Umhverfismál Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sektar WOW air um fjóra milljarða: „Sá borgar sem mengar“ Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. 4. júlí 2019 14:07