Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:03 Sigríður Bylgja segir að stefnt sé á fyrstu skóflustungu í haust. Þegar bálstofa Trés lífsins verði tekin í notkun verði hægt að hætta að nota nærri áttatíu ára gamla ofna Kirkjugarðanna. Vísir Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“ Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent