Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:03 Sigríður Bylgja segir að stefnt sé á fyrstu skóflustungu í haust. Þegar bálstofa Trés lífsins verði tekin í notkun verði hægt að hætta að nota nærri áttatíu ára gamla ofna Kirkjugarðanna. Vísir Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“ Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots og gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira