Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 09:52 Lögreglumenn við heimili Andrews Tate utan við Búkarest í morgun. Húsleit var gerð þar og á þremur öðrum stöðum. AP/Vadim Ghirda Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29