Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 09:52 Lögreglumenn við heimili Andrews Tate utan við Búkarest í morgun. Húsleit var gerð þar og á þremur öðrum stöðum. AP/Vadim Ghirda Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29