„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum“ Andri Már Eggertsson skrifar 20. ágúst 2024 20:50 Pétur Pétursson, þjálfari Vals. Vísir/Anton Brink Valur vann 2-0 sigur gegn Fylki í 17. umferð Bestu deildar kvenna. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, átti von á því að þetta yrði erfiður leikur þar sem Valskonur voru bikarmeistarar um síðustu helgi. „Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Mér fannst Fylkir spila þennan leik mjög vel og við getum þakkað fyrir að hafa tekið þrjú stig hérna í kvöld, “ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Fyrri hálfleikur var lokaður og staðan var markalaus í hálfleik. „Þær lokuðu leiknum mjög vel og mér fannst við ekki vera á okkar leik í kvöld, engan veginn en sem betur fer gekk það upp að skora tvö mörk og við tókum þrjú stig.“ „Mér fannst boltinn lélegur hjá okkur og mér fannst allt sem við höfum verið að gera undanfarið ekki nógu gott. Ég ætla ekki að taka neitt af Fylki og þær gerðu þetta vel og áttu skilið eitthvað meira en núll stig út úr þessu.“ Staðan var markalaus í tæplega 82 mínútur og þrátt fyrir að Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, væri að verja mjög vel hafði Pétur ekki áhyggjur af því að þetta yrði einn af þeim leikjum sem boltinn vildi ekki inn. „Ekkert þannig. Þessi leikur hefði getað 0-0 og hvort þetta hafi verið sanngjarnt veit ég ekki en sem betur fer náðum við að skora tvö mörk.“ Í seinni hálfleik gerði Pétur taktískar breytingar og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst heppnast. „Við prófuðum að fara í þriggja manna vörn og bæta við í framlínunni. Auðvitað komast opnanir einhversstaðar sem mér fannst ganga upp og um leið og við skoruðum fyrsta markið fórum við aftur í fjögurra manna varnarlínu,“ sagði Pétur Pétursson að lokum. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur eins og við vissum. Mér fannst Fylkir spila þennan leik mjög vel og við getum þakkað fyrir að hafa tekið þrjú stig hérna í kvöld, “ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Fyrri hálfleikur var lokaður og staðan var markalaus í hálfleik. „Þær lokuðu leiknum mjög vel og mér fannst við ekki vera á okkar leik í kvöld, engan veginn en sem betur fer gekk það upp að skora tvö mörk og við tókum þrjú stig.“ „Mér fannst boltinn lélegur hjá okkur og mér fannst allt sem við höfum verið að gera undanfarið ekki nógu gott. Ég ætla ekki að taka neitt af Fylki og þær gerðu þetta vel og áttu skilið eitthvað meira en núll stig út úr þessu.“ Staðan var markalaus í tæplega 82 mínútur og þrátt fyrir að Tinna Brá Magnúsdóttir, markmaður Fylkis, væri að verja mjög vel hafði Pétur ekki áhyggjur af því að þetta yrði einn af þeim leikjum sem boltinn vildi ekki inn. „Ekkert þannig. Þessi leikur hefði getað 0-0 og hvort þetta hafi verið sanngjarnt veit ég ekki en sem betur fer náðum við að skora tvö mörk.“ Í seinni hálfleik gerði Pétur taktískar breytingar og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst heppnast. „Við prófuðum að fara í þriggja manna vörn og bæta við í framlínunni. Auðvitað komast opnanir einhversstaðar sem mér fannst ganga upp og um leið og við skoruðum fyrsta markið fórum við aftur í fjögurra manna varnarlínu,“ sagði Pétur Pétursson að lokum.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira