Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2024 20:42 Kortavelta ferðamanna og Íslendinga hér á landi hefur verið mun meiri undanfarin misseri samkvæmt nýrri greiningu en áður var talið. Allt stefnir í að hagvöxtur á síðasta ári og þessu verði meiri en spár gerðu ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Erfiðlega hefur reynst að ná niður verðbólgu frá því hún reis mest í 10,2 prósent í febrúar í fyrra. Mikil verðbólga hefur haldið megivöxtum Seðlabankans í hæstu hæðum í eitt ár og flestir telja litlar líkur á að hann lækki vextina á morgun. Meginástæða verðbólgunnar eru mikil umsvif í efnahagslífinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir gífurlegan þrótt í efnahagslífinu og hagvöxtur væri enn og aftur að reynast meiri en spár gerðu ráð fyrir.Stöð 2/Einar „Við erum með gríðarlega sterka efnahagsvél á Íslandi. Við höfum um margra ára skeið vaxið umfram nágrannalöndin. Við virðumst enn og aftur vera að fara fram úr spám um þann vöxt sem var hér í fyrra og jafnvel á fyrri hluta þessa árs. Eftir gríðarlega sterkan hagvöxt árið 2022, þar sem hagvöxtur var uppundir níu prósent. Sem er langt umfram önnur lönd í kringum okkur,“ segir forsætisráðherra. Þannig hefur nýleg greining leitt í ljós að kortavelta Íslendinga og erlendra ferðamanna undanfarin nokkur ár hefur verið mun meiri en áður hafði verið talið. Skuldastaða heimilanna er góða og vanskil lítil. Enn er hins vegar gríðarleg umfram eftirspurn á húsnæðismarkaði sem leiðir til mikilla verðhækkana og þar með verðbólgu. „Í fyrsta lagi hefur okkur fjölgað um 15 prósent síðan 2017. Það er töluvert mikil fólksfjölgun á Íslandi. Mikið af vinnuafli sem hefur flutt til landsins. Í öðru lagi, frá því í október í fyrra, er það bara þannig að heilt sveitarfélag þurfti að flytja. Þetta eru fjögur þúsund manns sem koma þá inn á húsnæðismarkaðinn. Það er ekki að hjálpa okkur,“ segir Bjarni. Eftirspurn eftir húsnæði væri því enn til staðar þótt þrótturinn í íbúðauppbyggingu hefði aldrei verið meiri en núna. Það væru ytri mörk á því hversu mikið væri hægt að framkvæma því hvergi væri meiri eftirspurn eftir vinnuafli en í byggingageiranum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta á verðbólgu þegar fjöldi heimila væri að flýja óverðtryggð lán í verðtryggð til að verjast verðbólgunni.Stöð 2/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir erfitt að búa við hátt vaxtastig í langan tíma en það tæki sinn tíma fyrir vaxtahækkanir að virka. Enn væri neysla Íslendinga og ferðamanna mikil. Þá flytti almenningur húsnæðislán sín í vaxandi mæli frá óverðtryggðum lánum í verðtryggð. „Þótt það sé alveg eðlilegt að fólk sé að minnka greiðslubyrði sína. En það þýðir auðvitað að stýrivextirnir bíta síður sem stýritæki. Þetta er eitthvað sem Seðlabankinn hlýtur að íhuga,“ segir fjármálaráðherra. Þótt efnahagslífið byggði á styrkari og fjölbreyttari stoðum en áður stæði enn yfir glíma við verðbólguskotið eftir covid faraldurinn og innrásina Rússa í Úkraínu, sem hækkuðu verð á öllum aðföngum og flutningskostnað. „Og margt bendir til að DNA-ið í okkur Íslendingum sé svolítið það, að við sættum okkur við að verð hækki látlaust. Við höldum samt áfram að kaupa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Verðlag Seðlabankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Tengdar fréttir Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24 Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43
Vill neyðarlög verði stýrivextir ekki lækkaðir „Ég tel bara að ef vextir eiga að haldast óbreyttir, þá þurfi hreinlega að setja neyðarlög. Ég er bara komin þangað.“ Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður hagsmunasamtaka Heimilanna, þingmaður Flokks Fólksins og nefndarmaður í efnahags og viðskiptanefnd Alþingis. 19. ágúst 2024 22:24
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00