Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 12:58 Stelpurnar í sextán ára landsliðinu fyrir leikinn í dag. FIBA.basketball Íslenska sextán ára landslið kvenna í körfubolta kemst ekki í átta liða úrslitin á Evrópumóti b-deildar en það var ljóst eftir að stelpurnar hentu frá sér sigrinum í dag. Íslensku stelpurnar töpuðu þá með sextán stiga mun á móti Bretum, 66-82, í lokaleik riðlakeppninnar. Íslenska liðið varð að vinna til að komast í átta liða úrslitin. Útlitið var mjög bjart um tíma í leiknum því íslenska liðið náði mest sextán stiga forystu en leikur liðsins hrundi síðan algjörlega í fjórða leikhlutanum. 32 stiga sveifla varð á endanum í þessum leik. Íslenska liðið var þrettán stigum yfir, 59-46, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 19-11. Bretarnir byrjuðu lokaleikhlutann vel og minnkuðu muninn strax niður í tvö stig, 62-60, með 14-3 spretti. Þær voru síðan búnar að jafna metin þegar leikhlutinn var hálfnaður. Bretarnir voru komnir í gang og unnu leikhlutann á endanum með 29 stigum, 36-7, og þar með leikinn 82-66. Íslenska liðið tapaði 30 boltum í leiknum og Bretarnir tóku 25 sóknarfráköst. Það er erfitt að vinna leik með slíka tölfræði. KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu.FIBA.basketball KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Grindvíkingurinn Þórey Tea Þorleifsdóttir skoraði 15 stig. Njarðvíkingurinn Kristín Björk Guðjónsdóttir skoraði ellefu stig. Haukakonan Inga Lea Ingadóttir skoraði 7 stig og tók 10 fráköst á 19 mínútum en íslenska liðið vann með fimmtán stigum með hana inn á vellinum. Það munaði auðvitað mikið um það að bakvörðurinn efnilegi, Hulda María Agnarsdóttir úr Njarðvík, gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla. Íslenska liðið spilar því um 9. til 16. sæti á mótinu. Körfubolti Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Íslensku stelpurnar töpuðu þá með sextán stiga mun á móti Bretum, 66-82, í lokaleik riðlakeppninnar. Íslenska liðið varð að vinna til að komast í átta liða úrslitin. Útlitið var mjög bjart um tíma í leiknum því íslenska liðið náði mest sextán stiga forystu en leikur liðsins hrundi síðan algjörlega í fjórða leikhlutanum. 32 stiga sveifla varð á endanum í þessum leik. Íslenska liðið var þrettán stigum yfir, 59-46, fyrir lokaleikhlutann eftir að hafa unnið þriðja leikhlutann 19-11. Bretarnir byrjuðu lokaleikhlutann vel og minnkuðu muninn strax niður í tvö stig, 62-60, með 14-3 spretti. Þær voru síðan búnar að jafna metin þegar leikhlutinn var hálfnaður. Bretarnir voru komnir í gang og unnu leikhlutann á endanum með 29 stigum, 36-7, og þar með leikinn 82-66. Íslenska liðið tapaði 30 boltum í leiknum og Bretarnir tóku 25 sóknarfráköst. Það er erfitt að vinna leik með slíka tölfræði. KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu.FIBA.basketball KR-ingurinn Rebekka Rut Steingrímsdóttir var með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar en Grindvíkingurinn Þórey Tea Þorleifsdóttir skoraði 15 stig. Njarðvíkingurinn Kristín Björk Guðjónsdóttir skoraði ellefu stig. Haukakonan Inga Lea Ingadóttir skoraði 7 stig og tók 10 fráköst á 19 mínútum en íslenska liðið vann með fimmtán stigum með hana inn á vellinum. Það munaði auðvitað mikið um það að bakvörðurinn efnilegi, Hulda María Agnarsdóttir úr Njarðvík, gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla. Íslenska liðið spilar því um 9. til 16. sæti á mótinu.
Körfubolti Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira