Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2024 12:31 Tekjuhæstu þjálfarar á Íslandi 2023. vísir/hulda margrét/diego Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira
Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira