Máli séra Gunnars lokið með starfslokagreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 11:22 Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur prestur séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur við Digranes- og Hjallaprestakall. Séra Gunnar Sigurjónsson fyrrverandi prestur í Digraneskirkju hefur gert starfsflokasamkomulag við Þjóðkirkjuna. Lögmaður hans segir málið hafa verið blásið upp og áréttar að Gunnar hafi ekki gert neitt sem venjulegt fólk myndi telja til kynferðislegrar áreitni. Mbl.is greindi fyrst frá. Gunnar tók til starfa sem sóknarprestur í Digranes og Hjallaprestakalli árið 1995. Í september 2022 var upplýst að teymi þjóðkirkjunnar hefði lokið störfum er varðaði mál sóknarprests. Í tilkynningu sem birt var á vef kirkjunnar sagði að sóknarpresturinn hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn 3. gr. EKKO rg. (sem stendur fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi) auk þess sem teymið metur háttsemi sóknarprestins í orði og athöfnum, eins og henni hefur verið lýst, ósæmilega, óhæfilega og ósamrýmanlega starfi hans sem sóknarprests. Í tveimur tilvikum mat teymið háttsemi sóknarprestsins svo að hann hefði orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum mat teymið að sóknarpresturinn hefði orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Presturinn var ekki nafngreindur í fréttatilkynningunni en í ljós kom að um séra Gunnar var að ræða. Fram kom að hann hefði lokið störfum við prestakall sitt og fyrirhugað væri að veita honum skriflega áminningu. Sex konur innan prestakallsins voru á bak við 48 tilvik sem voru tilkynnt og taldi teymi kirkjunnar Gunnar hafa orðið uppvísan að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Sóknarnefndin stóð þó þétt við bak Gunnars. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars, segir aldrei hafa komið til þess að Gunnar fékk áminningu frá þjóðkirkjunni. „Hann sendi inn bréf sem hafði að geyma hans andmæli. Svo var ekkert aðhafst,“ segir Auður. Hún segir engan venjulegan einstakling myndu telja háttsemi hans til kynferðislegrar áreitni. „Ef þetta hefði verði kynferðisleg áreitni þá hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Auður. Ekkert í hegðun séra Gunnars heyri undir almenn hegningarlög. „Þessi mynd sem hefur verið máluð upp af honum gefur ekki rétta mynd af málsatvinu eða málinu í heild.“ Uppi varð fótur og fit í prestakallinu þar sem stuðningsmenn Gunnars vildu fá prestinn aftur til starfa. Vorið 2023 var tekist um að komast að í stjórn kirkjunnar þar sem stuðningsmenn Gunnars þurftu frá að hverfa. Flækja komst í málið þegar í ljós kom að brottvikning Séra Agnesar M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskups Íslands, var ógild eftir að í ljós kom að hún hafði ekki umboð til stjórnsýslulegra athafna. Fór svo að Gunnar höfðaði bótamál á hendur kirkjunni vegna brottvísunar. Auður Björg staðfestir að samkomulag hafi náðst um að málið félli niður og í framhaldinu hafi verið gert samkomulag í byrjun sumars. Hún segist ánægð með niðurstöðuna fyrir hönd skjólstæðings síns. „Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu. Annars hefði ekki verið gert samkomulag.“ Heimir Hannesson, samskiptastjóri Biskupsstofu, staðfestir að Gunnar sé ekki lengur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Átök í Digraneskirkju Þjóðkirkjan Kópavogur Tengdar fréttir Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Gunnar tók til starfa sem sóknarprestur í Digranes og Hjallaprestakalli árið 1995. Í september 2022 var upplýst að teymi þjóðkirkjunnar hefði lokið störfum er varðaði mál sóknarprests. Í tilkynningu sem birt var á vef kirkjunnar sagði að sóknarpresturinn hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem stríddi gegn 3. gr. EKKO rg. (sem stendur fyrir einelti, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi) auk þess sem teymið metur háttsemi sóknarprestins í orði og athöfnum, eins og henni hefur verið lýst, ósæmilega, óhæfilega og ósamrýmanlega starfi hans sem sóknarprests. Í tveimur tilvikum mat teymið háttsemi sóknarprestsins svo að hann hefði orðið uppvís að orðbundinni kynferðislegri áreitni gagnvart tveimur þolendum. Í þremur tilvikum mat teymið að sóknarpresturinn hefði orðið uppvís að orðbundinni kynbundinni áreitni gagnvart tveimur einstaklingum. Presturinn var ekki nafngreindur í fréttatilkynningunni en í ljós kom að um séra Gunnar var að ræða. Fram kom að hann hefði lokið störfum við prestakall sitt og fyrirhugað væri að veita honum skriflega áminningu. Sex konur innan prestakallsins voru á bak við 48 tilvik sem voru tilkynnt og taldi teymi kirkjunnar Gunnar hafa orðið uppvísan að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Sóknarnefndin stóð þó þétt við bak Gunnars. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars, segir aldrei hafa komið til þess að Gunnar fékk áminningu frá þjóðkirkjunni. „Hann sendi inn bréf sem hafði að geyma hans andmæli. Svo var ekkert aðhafst,“ segir Auður. Hún segir engan venjulegan einstakling myndu telja háttsemi hans til kynferðislegrar áreitni. „Ef þetta hefði verði kynferðisleg áreitni þá hefði verið gripið til aðgerða,“ segir Auður. Ekkert í hegðun séra Gunnars heyri undir almenn hegningarlög. „Þessi mynd sem hefur verið máluð upp af honum gefur ekki rétta mynd af málsatvinu eða málinu í heild.“ Uppi varð fótur og fit í prestakallinu þar sem stuðningsmenn Gunnars vildu fá prestinn aftur til starfa. Vorið 2023 var tekist um að komast að í stjórn kirkjunnar þar sem stuðningsmenn Gunnars þurftu frá að hverfa. Flækja komst í málið þegar í ljós kom að brottvikning Séra Agnesar M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskups Íslands, var ógild eftir að í ljós kom að hún hafði ekki umboð til stjórnsýslulegra athafna. Fór svo að Gunnar höfðaði bótamál á hendur kirkjunni vegna brottvísunar. Auður Björg staðfestir að samkomulag hafi náðst um að málið félli niður og í framhaldinu hafi verið gert samkomulag í byrjun sumars. Hún segist ánægð með niðurstöðuna fyrir hönd skjólstæðings síns. „Ég er mjög sátt við þessa niðurstöðu. Annars hefði ekki verið gert samkomulag.“ Heimir Hannesson, samskiptastjóri Biskupsstofu, staðfestir að Gunnar sé ekki lengur starfsmaður þjóðkirkjunnar.
Átök í Digraneskirkju Þjóðkirkjan Kópavogur Tengdar fréttir Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19 Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22 Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“ Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár. 16. október 2023 19:19
Vilja fá séra Gunnar aftur þrátt fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni Sóknarnefnd Digraneskirkju vill fá séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest, aftur til starfa að sögn formanns sóknarnefndarinnar en biskup vék séra Gunnari úr embætti eftir að hann gerðist uppvís að kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi. Kirkjuvörður sakar formann sóknarnefndar um andlegt og líkamlegt obeldi og segir mikið uppnám í kirkjunni. 29. september 2022 07:22
Fagnar staðfestingu á því að kynferðislegt áreiti átti sér stað Prestur í Digranes- og Hjallaprestakalli, ein sex kvenna innan prestakallsins sem sökuðu sóknarprest um ósæmilega hegðun, lítur á niðurstöðu í máli hans sem sigur. Yfirlýsing biskups um að þjóðkirkjan standi með þolendum sýni hugrekki. 15. september 2022 14:04